Þroski Sigrúnar Bjarkar á fyrsta ári í grunnskóla
8.6.2012 | 23:28
Nú eru skólaslit búin í flestum grunnskólum og krakkar og foreldrar flestir sáttir við árangurinn. Sigrún Björk lauk sínu fyrsta ári í Snælandsskóla í fyrradag en fékk enga sérstaka einkunn eða umsögn, sem er nú kannski allt í lagi fyrir svo unga krakka (þó að foreldrar séu oft mjög einkunnasjúkir). Þetta gekk allt saman vel og Sigrún Björk er ánægð með skólann og kennarann sinn og líður bara vel, sem er tvímælalaust fyrir mestu. Krakkarnir í fyrsta bekk fengu samt afhent stórt umslag eins og eldri krakkarnir, en í þessu umslagi var ein sjálfsmynd sem teiknuð var að hausti og önnur sem teiknuð var að vori. Það er gaman að rýna í svona myndir og skoða hversu mikið sjálfsmyndin hefur breyst á stuttum tíma. Hér er myndin sem Sigrún Björk teiknaði af sjálfri sér í haust þegar hún var nýskriðin úr leikskóla og ekki einu sinni orðin sex ára:

Voðalega krúttleg bleik og blá álfaprinsessa. Ég er mest hissa á því að engin kóróna sé á kolli litlu prinsessunnar, en hún teiknaði sig iðulega með gullslegið höfuðfat á leikskólatímabilinu. Hér má hins vegar sjá Sigrúnu sjóuðu eftir einn vetur í grunnskóla:
Hér er hin rokkaða Sigrún í svörtum bol, með hliðartagl og stóra glottið á andlitinu. Engir vængir, slatti af maskara en ekkert prinsessurugl. Bleiku buxurnar vísa samt í ákveðna nostalgíu. En sólin skín skært á kantinum þannig að það er töluverð gleði yfir þessari mynd. Slatti af sjálfstrausti líka, er það ekki? Hvað lesið þið annars út úr þessum myndum?
Gaman að'essu :)
Sóla Sigrúnarmútta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Athugasemdir
Vúhú...bara úr penni prinsessu í pönkaða pæju á einum vetri :)
Esther (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 23:41
Já, svona fer fyrsti bekkur með mann!
Sóla (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 23:55
Barnið er með háa teiknigreind.... nei í alvöru vá hvað þetta er flott hjá henni... ýmislegt komið á myndina sem ekki er venjulega hjá krökkum á hennar aldrei... ekki að spyrja að því Sóla.. gáfur ganga í erfðir og að sjálfsögðu frá móður :)
Kristrún (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 00:02
Þetta virðast ekki vera myndir eftir 5 og 6 ára barn! Greinilega listakona á ferðinni. Og hefur líklega setið við hlið stóru systur og fylgst vel með. Algjör snillingur þetta rólega barn ;)
Sólveig (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 09:33
Oo...takk elskurnar:) Hún er þetta týpíska miðjubarn. Maður tekur ekki eftir árangrinum fyrr en einhver bendir á hann.
Sóla (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 19:28
Björkin klikkar ekki!
Pabbi (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 21:44
Greinilegt að eitthvað meira hefur verið æft sig í teikningu á þínum bæ en mínum :)
Ásta (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.