Helga stúdent og Snati farinn í sumarlandið
21.5.2012 | 21:27
Stúdentshelgi að baki og allir glaðir, þó sérstaklega stúdínan sjálf og stoltir foreldrarnir. Helga Rún rúllaði upp prófunum og má svo sannarlega vera ánægð með árangurinn. Hógværa stúlkan hafði eitthvað verið að hugsa um að halda bara enga veislu, en endaði svo á því að halda þrisvar upp á áfangann.
Á föstudagskvöldið fékk hún sína önd í appelsínusósu og kökur að eigin vali í eftirmat:
Konfektkaka og Babe Ruth kaka.
Lítið var um "skál í boðinu" og enn færra um gesti, en Svava og kó ásamt Ásgeiri afa kíktu í bra bra og meðlæti. Hér er fallega fólkið:
Svava fornstúdent, Helga nýstúdent, Ásgeir afi og Kristrún kjúklingur...ég meina sjúklingur.
Sæta spæta var alveg til í að pósa með húfuna þó að formleg útskrift hefði ekki farið fram:
Sjaldan hef ég séð manneskju sem ber stúdentshúfuna eins vel!
Á laugardag fannst mér Kristrún eitthvað vera að skána þannig að allir í fjölskyldunni voru dressaðir upp og mættu á útskriftina í Borgó. Ég var nú svo séð að geyma stelpurnar uppi í sófum á annarri hæð því að ég hvorki treysti á þolinmæði þeirra né heilsu Kristrúnar. Útskriftin reyndist svo vera alveg ógnarlöng og Kristrún fékk svo heiftarlega í magann að ég varð frá að hverfa. Ég náði samt að sjá alla flottu nemendur mína útskrifast og hana Helgu okkar auðvitað líka:
Bryndís skólameistari og Ingi Bogi aðstoðarskólameistari afhenda Helgu Rún prófskírteinið.
Fjölskyldan mín fagra hafði ágætis útsýni af annarri hæðinni:
Hjörtur sæti, Sigrún sæta og Kristrún magapína.
Eftir útskriftina fór Helga í flott kaffiboð hjá móðurfjölskyldunni en hélt svo sjálf svaka haka partý um kvöldið heima hjá sér, fyrir alla vinina. Ég sendi Hjört, hirðljósmyndara "Zola's Zone", í partýið með zzúúúmlinsuna. Hann tók fínar myndir af glæsilegu fólki:
Helga Rún
Hér er önnur af henni og Patta skratta, hinum gullfallega ketti þeirra Hörpu og Helgu:
Helga og Patti
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ, voðalega kemur þetta eitthvað skakkt út í byrjun :(
Sólrún Inga Ólafsdóttir, 21.5.2012 kl. 21:28
Innilegar hamingjuóskir með fallegu stúlkuna ykkar og kærar þakkir fyrir yndislegu ummælin um Snata okkar.
Ásta (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 11:34
Takk Ástan mín og innilegar þakkir fyrir að leyfa mér að kveðja Snataling.
Sóla (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 22:23
Hún er svo dugleg stelpa hún Helga ! :)) Mig langar í svona kööööökuu ! Leiðinlegt að heyra með Snata :(
harpa (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.