September

Blogg án mynda...hvernig hljómar það? Jú, kannski ekkert sérstaklega vel en nú er eitthvað tæknivesen sem myndi taka allt heila kveldið að leysa þannig að ég ætla bara að gerast djörf og rita nokkur orð án allra myndanna sem hefðu fengið að fljóta með. Bara örfá orð til þess að sýna að síðan er enn virk þannig að einhver önnur Zola úti í bæ fái ekki að stela léninu mínu.

September er busy mánuður, bæði út af kennslubyrjun og alls kyns félagstengdum atburðum. Ég segi ekki að það sé farið að hægjast á einhverju í vinnunni. Við þurfum nú að bíða fram í miðjan desember eftir því að ná púlsinum alveg niður.

Afmælisvertíðin er brostin á, þó ekki með of miklum látum. Bröggsí varð fimmtán í lok ágúst og tókst að halda upp á afmælið þrisvar, sem er einu skiptinu færra en vanalega. Við stefnum á að fækka þessu niður í tvö skipti á næsta ári. Rósin hans Bjössa bró varð svo fimm ára núna í september, Hanna ofurpæja í vinnunni hélt svaka geim til þess að halda upp á árin sín 50 og flottu og eflaust er ég búin að fara í fleiri afmæli sem ég er búin að gleyma (sorrý!). Vó! Ég gleymdi auðvitað aðalafmæliskallinum honum Jakob Ara sem varð eins árs 2. september. Hann var hérna hjá okkur í tæpar þrjár vikur og hélt heljarinnar partý fyrir vini og vandamenn. Nú er hann farinn aftur til Svíþjóðar og meira að segja byrjaður í leikskóla! Þeir kunna þetta, Svíarnir. Ekki má svo gleyma eðalafmælistónleikum hjá goðinu mínu, Pálma Gunnarssyni. Stórkostleg kvöldstund og ég hlakka til að lesa nýju veiðibókina hans. Mér skilst að Hjörtur sé búinn að leggja fyrir smá pening í dágóðan tíma svo að hann geti keypt bókina handa mér í afmælisgjöf. Já já, ég er næst í röðinni, svo Kiddý, svo Sigrún (eru ekki októberbörnin best?), því næst Lúlla sys, svo Kiddú, og svo.... Aðalafmælið verður þó ekki fyrr en í febrúar á næsta ári þegar pabbi verður sjötugur. Ég gæti trúað því að það yrði gott partý.

Vá hvað það er leiðinlegt að vera ekki með myndir. Ég man ekki einu sinni hvað ég ætlaði að segja. Æ, Hulli er að byrja á RÚV. Ég veit að þetta blogg er móðgun við alla landsmenn. Afsakið...hlé.

Zola Zuckerberg Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband