September
19.9.2013 | 21:35
Blogg án mynda...hvernig hljómar það? Jú, kannski ekkert sérstaklega vel en nú er eitthvað tæknivesen sem myndi taka allt heila kveldið að leysa þannig að ég ætla bara að gerast djörf og rita nokkur orð án allra myndanna sem hefðu fengið að fljóta með. Bara örfá orð til þess að sýna að síðan er enn virk þannig að einhver önnur Zola úti í bæ fái ekki að stela léninu mínu.
September er busy mánuður, bæði út af kennslubyrjun og alls kyns félagstengdum atburðum. Ég segi ekki að það sé farið að hægjast á einhverju í vinnunni. Við þurfum nú að bíða fram í miðjan desember eftir því að ná púlsinum alveg niður.
Afmælisvertíðin er brostin á, þó ekki með of miklum látum. Bröggsí varð fimmtán í lok ágúst og tókst að halda upp á afmælið þrisvar, sem er einu skiptinu færra en vanalega. Við stefnum á að fækka þessu niður í tvö skipti á næsta ári. Rósin hans Bjössa bró varð svo fimm ára núna í september, Hanna ofurpæja í vinnunni hélt svaka geim til þess að halda upp á árin sín 50 og flottu og eflaust er ég búin að fara í fleiri afmæli sem ég er búin að gleyma (sorrý!). Vó! Ég gleymdi auðvitað aðalafmæliskallinum honum Jakob Ara sem varð eins árs 2. september. Hann var hérna hjá okkur í tæpar þrjár vikur og hélt heljarinnar partý fyrir vini og vandamenn. Nú er hann farinn aftur til Svíþjóðar og meira að segja byrjaður í leikskóla! Þeir kunna þetta, Svíarnir. Ekki má svo gleyma eðalafmælistónleikum hjá goðinu mínu, Pálma Gunnarssyni. Stórkostleg kvöldstund og ég hlakka til að lesa nýju veiðibókina hans. Mér skilst að Hjörtur sé búinn að leggja fyrir smá pening í dágóðan tíma svo að hann geti keypt bókina handa mér í afmælisgjöf. Já já, ég er næst í röðinni, svo Kiddý, svo Sigrún (eru ekki októberbörnin best?), því næst Lúlla sys, svo Kiddú, og svo.... Aðalafmælið verður þó ekki fyrr en í febrúar á næsta ári þegar pabbi verður sjötugur. Ég gæti trúað því að það yrði gott partý.
Vá hvað það er leiðinlegt að vera ekki með myndir. Ég man ekki einu sinni hvað ég ætlaði að segja. Æ, Hulli er að byrja á RÚV. Ég veit að þetta blogg er móðgun við alla landsmenn. Afsakið...hlé.
Zola Zuckerberg
Danskir, skólabyrjun, afmæli Bröggsí og nýtt eldhús!
26.8.2013 | 22:20
Hesusmariaherregudogrea hvað tíminn líður hratt og hver atburðurinn rekur annan. Danskir dagar löngu liðnir, skólinn byrjaður og Brökin á afmæli á morgun! 15 ár síðan ég gaut mínum fyrsta hvolpi! Samt er ég orðin amma og bara vika í að ömmudrengurinn verði eins árs. Jahéddnahér!
Danskir dagar í stuttu máli? Tja...4 stjörnur af 5 mögulegum. 5 stjörnu í fyrra þar sem allt gekk upp, meira að segja veðrið (minnir mig...en hvað man maður svo sem?). Frábærar nýjungar eins og lopapeysukeppni Bókabúðar Breiðafjarðar (sem ég tók auðvitað þátt í) og tónleikar á túninu á föstudagskvöldið. Endilega halda því prógrammi. Einnig var æðislegt að hafa ókeypis afþreyingu fyrir börnin um kvöldið og líka á laugardeginum í staðinn fyrir að eyða formúu í tívolítækin. Vel gert! Mínusarnir voru auglýst skrúðganga sem ekkert varð af og enginn mætti einu sinni á staðinn til þess að tilkynna forföll. Mæli með því að gamlir lúðrasveitarmeðlimir sjái alltaf um skrúðgönguna. Það var einhvern tímann gert og tókst ótrúlega vel. Appelsínugulu búningarnir eiga einmitt að vera dregnir fram við þetta tækifæri. Bjössi bró og Elvar gó rokkuðu feitt í brekkusöngnum á laugardagskvöldið og héldu uppi stanslausu stuði í 3 tíma NON-STOP og geri aðrir betur. Kribba kom, sá og sigraði með gamla Dönsku daga laginu sínu "Stykkisholm" en helv...hefði verið gaman að sjá Pál Óskar aftur uppi á sviði eins og í fyrra með flottu dansarana sína sér við hlið, svona rétt fyrir flugeldasýninguna. Hann lét því miður ekki sjá sig en var mjög öflugur á ballinu um nóttina, að því er sögur herma. Ég er náttúrulega orðin allt of gömul fyrir svoleiðis útstáelsi. Flugeldasýningin var svo ekki neitt neitt, en ég frétti daginn eftir að eitthvað hefði klikkað og sýningin hefði átt að vera mun stórfenglegri. Hún var svo ótrúlega flott í fyrra. Sum sé, fínir Danskir að baki og ég veit að þeir verða 5 stjörnu á næsta ári. Hér er ein hræðilega falleg mynd af litlu ormunum mínum sem elska Stykkishólm:
Ýkt hressar með ljósadót úr dótabúðinni!
Jæja, skólinn byrjaður og allt crazy. Ég taldi mig vera hrikalega vel undirbúna en eitthvað er ég ryðguð ennþá, að minnsta kosti í dag. Vesen á tæknimálum setti mig aðeins út af laginu en annars hefur maður komist ágætlega frá þessu. Ég er að læra rúmlega 110 nöfn núna og reyna að átta mig á stöðunni í 30 manna bekkjunum þannig að það er mikið í gangi í kollinum á öldruðu kennslukonunni. Ég sakna þess sárt að vera ekki að kenna gömlu nemendunum einhvern huggulegan bókmenntaáfanga....svona: Ahhhhh....ég er komin heim. En reynslan hefur kennt mér að nýju nemendurnir verða gömlu góðu nemendurnir, ný tengsl myndast og sum endast kannski alla ævi. Það er nú bjútíið við þetta starf. Jamm og já.
Endalaus partý framundan og viðburðir, finnst mér. Pabbi Bjargar hélt upp á afmælið hennar í dag í Víkinni, þar sem Björg er búin að vera að vinna hálft sumarið við góðan orðstír. Smörrebröd og rjómapönnukökur synda um í sekknum núna með dassi af meltingarensímum. Næs. Á morgun verður svo elsku stelpan mín 15 ára og fær sushi í matinn í tilefni dagsins. Hún hefur hægt og örugglega verið að feta í fótspor Ástu síams, vaknandi klukkan 5:30 á morgnana til þess að fara í ræktina, hún hljóp 10 í RM og svo bakar hún alla daga og langt fram á kvöld. Hér er ein mynd af fjölskyldunni að borða bollabökur Bjargar:
Þarna vantar nú einhverja úr nánustu fjölskyldu, en glöggir lesendur sjá eflaust glitta í lítinn Jakob þarna aftast ásamt Hörpu sugarbabe að ulla á Björgu bakara. Ekki tókst Jólrúnu að opna augun fyrir myndavélina frekar en fyrri daginn. Anyways, ég blogga um afmæli Bjargar næst....sem verður líklega í október, rétt áður en Sigrún á afmæli, múahahahaha.
Ég tók loksins nokkrar myndir af nýja eldhúsinu, svona áður en það verður gulnað og gamalt. Það vantar að vísu enn slatta af ljósum undir skápana en við förum nú ekki að bíða lengur með þetta. Látum bara vaða:
Borðstofuborðið er á sínum stað en núna er komið þetta fína vinnupláss fyrir aftan. Þar græjum við stelpurnar eftirréttinn á meðan strákurinn (Hjörtur) dúllar við aðalréttinn inni í eldhúsi.
Svolítið dimm þessi mynd en þarna sést í eyjuna, háfinn og restina af innréttingunni. Juuu, svo huggó!
Fleiri sjónarhorn á þetta: Séð frá borðstofuhorninu. Svo sést líka í skottið á Kisa Jackson :).
Nærmynd af "bökunarskápnum." Þetta orð hafði ég reyndar aldrei heyrt fyrr en ég kynntist Ástu. Hún er af svo fínum húsmóðurættum, fægjandi silfur alla daga.
Hér sést að við erum með þessa fínu flóttaleið út úr eldhúsinu, beint út á verönd.
Að lokum þessi fína "loftmynd" úr tröppunum upp á aðra hæð, bara til þess að átta sig á rýminu. Þeir sem vilja rifja upp hvernig eldhúsið leit út áður geta bara farið í einhverjar færslur hjá mér síðan í desember síðastliðnum. Þetta er eiginlega ekki sama húsið, sko.
Að lokum set ég inn mynd af litla klósettinu niðri, sem var líka tekið í gegn:
Já já, svona er þetta nú bara. Blóð, sviti og tár og ég ætla aldrei aftur að búa í húsi sem er verið að taka í gegn. Ég flyt bara í glænýja þjónustuíbúð í ellinni!
Ammæli á morgun - best að fara að sofa!
Sóla eldhúspía
Heimsmet í bloggleysi...
14.8.2013 | 23:13
...og engar afsakanir á (reiðum) höndum. Nú er ég komin með glænýja tölvu í kjöltuna og ekkert því til fyrirstöðu að drita inn nokkrum orðum. Ég á reyndar ekki þennan fallega nýja grip, en skólinn minn segir að ég megi hafa hana þangað til hún er orðin södd lífdaga og gígabæta eins og sú gamla.
Við áttum góða viku í Hólminum fyrir ekki svo löngu en ég klikkaði alveg á því að taka margar og merkilegar myndir í það sinnið. Ég var óvenju menningarsinnuð og félagslynd og fór bæði á jazztónleika og popptónleika. Jazz hefur ekki alveg verið mitt "genre" hingað til en það var kominn tími til þess að kíkja út fyrir 80s rammann og skella sér á tónleika í Stykkishólmskirkju í alfyrsta sinn (já, ég veit að ég er lúði að vera ekki búin að því fyrr). Flottir tónleikar og svo var haldið útgáfupartý á eftir heima í Vallabúð þar sem einni hvítri belju var slátrað af myndugleik. Daginn eftir var hið fræga Stykkishólmslogn skollið á og litlurnar mínar og önnur dóttir jazzistanna léku sér úti í góða veðrinu:
Tékkið á spegilsléttum firðinum fyrir aftan tríóið :)
Hinir tónleikarnir voru ekki heldur af verri endanum þó að þeir væru meira sjálfsprottnir og gjörsamlega ófyrirséðir. Bjössi bró, Erna hró og Kribba kló drógu mig á hárinu niður í miðbæ Stykkishólms síðla kvölds. Þar greip Bjössi gítar og byrjaði að syngja og spila eins og honum einum er lagið. Stuttu seinna kom annar meistari á píanóið og að lokum trommusnillingur mikill með eldföst mót móður sinnar og nokkrur ásláttarverkfæri. Restin af pakkinu í húsinu sá svo um bakraddir og úr varð svo mikil skemmtun að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan fjögur! Ég giska á að það séu alla vega 5-6 ár síðan það gerðist síðast, ef frá er talin fæðing Kristrúnar þegar verið var að sauma mig saman alveg til 5 um morguninn. Já, ég veit, ég lifi á brúninni (NOT). Þó má til gamans geta þess að ég hef mjög oft vaknað klukkan 5:30 á nóttunni/morgnana undanfarið til þess að fara í ræktina. Þrjá daga í röð í þessari viku en í fyrramálið ætla ég að leyfa mér að sofa út - alveg til 8. Svona fer Ásta síams með vinkonu sína. Ég veit ekki lengur hvað telst eðlileg hegðun. En það sem maður á eftir af deginum þegar maður vaknar svona snemma, ja sei sei. Tær snilld!
Fleira skemmtilegt gerði ég, eins og að hanga úti í garði hjá Bjössa bró og leyfa honum að dekra við mig og börnin (Amma rúlar og fleira huggulegt). Kribba bauð svo til stórveislu, svona rétt til þess að stimpla sig inn í átakið "Börnin heim" sem Stykkishólmsbær stendur fyrir þessa dagana. Það gengur sem sagt út á það að fá brottfluttu börnin til þess að flytja heim aftur og Kribba gerði það auðvitað. Aldrei fór ég suður, nema svona rétt yfir veturinn (hjarta mitt varð alla vega eftir í Stykkishólmi). Anyways, Bjöggó frænku og hennar bráðskemmtilegu sonum var líka boðið þannig að það var mikið stuð. Enga mynd átti ég frá boðinu en set inn aðra í staðinn sem var tekin í óvæntum hittingi niðri í Fossvogi í góða veðrinu á mánudaginn:
Sólveig, Bjöggó og fullt af góðum grísum. Yndisleg öll sömul!
Leiðin liggur aftur í Hólminn um næstu helgi auðvitað, því að þá verða Danskir dagar. Stefnan er sett á að vera farin að sofa fyrir klukkan eitt bæði kvöldin, enda þurfum við að ganga frá húsinu fyrir vetrarleigu og sjáum það ekki aftur fyrr en næsta vor. Sniff :(. Bjössi bró mun stjórna brekkusöng með smá aðstoð frá Páli Óskari, kannski. Það gekk drulluvel í fyrra og ég býst við enn meira stuði í ár! Á ég ekki bara að setja inn mynd af brekkusöngstjóranum?
Já já, þarna er Árni Johnsen okkar Hólmara með nokkra krakkalakka sem hann keypti á lager í IKEA í síðustu viku. Honum tókst að breyta venjulegri IKEAferð í heilmikla rússíbanareið um gangana, börnunum til mikillar gleði. IKEA: Ekki bara kjötbollur.
Jæja, þegar heim var komið eftir Stykkizferðina miklu var kominn tími á að kveðja Kínakallinn. Það er auðvitað hann Gunni bró, sem sagt litli bróðir hans Hjartar. Hann býr í Kína en kemur tvisvar á ári til þess að hitta sinn kæra einkason og auðvitað sína fögru fjölskyldu. Við ákváðum að bjóða í kveðjuhóf og vígja nýja eldhúsið í leiðinni. 15 manns sátu saman og borðuðu góðan mat og svei mér þá ef ég get ekki troðið 10 manns í viðbót, þ.e.a.s. ef við fáum okkar stærra borð. Hér er liðið:
Þarna er sem sagt Sabbó Hjartarsystir og hennar fjölskylda, afi og amma í Mosó, Kínakallinn og Halldór Ásgeir hans (hann heitir ekki Hans), Ásrún dóttir Önnu (Hjartarsystur) og svo ég og mitt gengi (mínus Björg sem var á fiskidögum). Mér skilst að ég megi ekki frumsýna eldhúsið alveg strax hérna á blogginu. Það er nánast tilbúið en eitthvað vantar upp á lýsinguna. Ég veit að fólk sefur ekki yfir þessu en vinsamlegast sýnið biðlund!
Ég sef heldur ekki alveg róleg yfir manninum mínum. Fjóra daga í röð fann ég lyklakippuna hans með húslyklum og báðum bíllyklum í bílskúrshurðarskránni. Prófessor Vandráður hvað? Reyndar hefur hann staðið sig vel síðustu daga en ég set þessa mynd inn, svona til áminningar fyrir hann:
Voða gott að láta rigna á fjarstýringarnar líka :).
Hvað er ég annars búin að vera að gera í þessu langa fríi mínu? Núbb, auðvitað að vinna þegar tími gefst til. Annars bara að dúlla mér með ungunum. Ég lagði mikið kapp á að vera búin að uppfæra kennslubækurnar okkar áður en þessi vika hæfist af því að ég var eiginlega búin að gera ráð fyrir að ég væri að fara í þessa blessuðu aðgerð á ilinni sl. mánudag. Ég ætlaði að liggja fyrir marflöt í nokkra daga og reyna að jafna mig áður en þrammið eftir göngum skólans hæfist. Því miður næst ekki í lækninn og ég er jafn ónýt og áður. Við sjáum hvað setur. Kristrún byrjaði á leikskólanum í vikunni og nú fæ ég smá frið til þess að einbeita mér að kennsluundirbúningi á daginn. Fyrsta raunverulega fríið mitt (til þess að vinna reyndar) í sumar, þ.e. frá börnunum. Sigrún er í blaki frá 9-12 en það fer lítið fyrir henni. Hún hefur fína leikfélaga og er sjálfri sér nóg þess á milli og alveg hæstánægð með lífið. Skólinn byrjar svo hjá henni í næstu viku og kennslan hjá mér sömuleiðis. Þá er bara að fara að láta sig hlakka til jólafrísins. Djók.
Nýjustu fréttir eru svo þær að við Hjörtur fórum loks með stelpurnar á Gilitrutt hjá Leikhópnum Lottu í Elliðaárdal fyrr í kvöld. Þetta var skemmtileg sýning eins og alltaf hjá þessum flotta hópi. Kristrún er að verða aðeins hugaðri og settist á milli tröllastráksins Bárðar og systur hans, Gilitrutt:
Hún var auðvitað kappklædd af því að núna rignir í henni Reykjavík. Það er vonandi að Harpa og Jakob Ari komi með góða veðrið með sér frá Svíþjóð í næstu viku. Þau ætla að vera hjá okkur í 3 vikur og svo skemmtilega vill til að Jakob verður eins árs 2. september sem þýðir auðvitað að amma gamla þarf að henda í eina til tvær kökur. Það er í góðu lagi því amma er komin með nýjan bakaraofn sem VIRKAR! Þessi sem fylgdi með húsinu var handónýtur og ég var komin með hundleið á að baka...vandræði.
Sem sagt allt gott að frétta af okkur, en það sama er reyndar ekki hægt að segja um aðstandendur þeirra sem lent hafa í slysahrinunni undanfarið. Einn af þeim er í fjölskyldu Hjartar og stendur mér líka nærri því að hann er giftur systur tveggja nemenda minna sem eru mér mjög kærir. Hún var nýkomin úr erfiðri krabbameinsaðgerð þegar eiginmaður hennar lenti í alvarlegu mótórhjólaslysi og er enn haldið sofandi í öndunarvél. Þau eiga tvenna kornunga tvíbura (held að þau eldri séu að byrja í fyrsta bekk) þannig að það er erfiður róður framundan. Systir Hjartar og pabbi hennar (sem er föðurbróðir mannsins sem lenti í slysinu) standa nú fyrir söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningsnúmerið er 0315-13-110046 og kt. 270645-4539 (reikningur Ásgeirs afa í Mosó).
Farið varlega í umferðinni.
Sóla
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjólhýsagleðin
26.7.2013 | 21:47
Þessi titill var náttúrulega bara misheppnuð tilraun til þess að kallast á við færsluna um síðustu hjólhýsaferð fjölskyldunnar árið 2010. Þá rigndi töluvert og sólin lét lítið sjá sig, en samt var svo ósköp gaman. Það var annar taktur í þessu núna. Meiri útivera en í staðinn klikkuðum við á því að kíkja á söfn og svoleiðis. Veðrið ræður ferð og þannig er það nú bara. Ég ætla sko ekki að kvarta yfir veðrinu í þessari ferð. Það var yndislegt!
Við ákváðum sem sagt að haga seglum eftir sól og sáum að besta spáin fyrir vikuna var í Ásbyrgi. Ég hafði reyndar látið mig dreyma um að spáin yrði góð á Westfjörðum, einfaldlega af því að ég sakna Flateyrar. Ekki leit hún vel út þegar við héldum af stað, þó að hún hafi skánað heilmikið stuttu seinna. Fyrstu ferðanóttina áðum við á tjaldstæðinu fína á Hvammstanga í sólarleysi og eilitlum raka. Hjörtur á sterkar rætur að rekja til staðarins því að pabbi hans er þaðan og hann dvaldi langdvölum hjá alnafna sínum, Hirti Eiríkissyni og hans góðu konu, sem voru sem sagt afi hans og amma. Við kíktum á ættaróðalið í Valhöll á systkinin Unni og Skúla og höfðum gaman af. Morguninn eftir fylgdi ég frumburðinum eftir í hennar heilsuátaki og fór út að skokka með henni. Það reyndist stutt gaman enda fóturinn ekki í stuði fyrir nein átök. Þeir sem sáu myndina af mér og Ástu í Fréttablaðinu nýlega ættu að vita að hún var nánast photoshoppuð...alla vega er æði langt síðan við síams höfum hlaupið saman í alvöru, fyrir utan pínu tabataskokk auðvitað. Kannski aðgerð í haust...?
Við fórum í sundlaugina á Hvammstanga morguninn eftir, sem er by the way mjög góð laug. Hún er haldin þeim álögum að einhver Daltúnsfjölskyldumeðlimur gleymir sundfötunum þar og þarf að láta senda sér þau heim í póstkröfu. Síðast var það ég en núna var það Hjörtur. Pakkinn var einmitt að koma hingað í dag. Svo var brunað beint í hitann á Akureyri, þar sem Lúlla systir tók ofboðslega vel á móti okkur. Uppáhaldstjaldstæðið í ferðinni reyndist vera, með öllum greiddum atkvæðum, beint fyrir utan huggulegt einbýlishús í Dvergagilinu á Akureyri! Ró og næði, frábærar veitingar, frítt rafmagn og uppþvottavél! Ekki spillti fyrir mannskapurinn á staðnum, sem voru hinir sjaldséðu fuglar Kiddý, Irma og Örvar Lúllubörn. Hér er mjög "falleg" mynd af nokkrum systragrísum:

Ókey, ég verð að viðurkenna það að allar myndirnar í þessari færslu eru af símanum mínum. Hjörtur á eflaust eftir að skamma mig fyrir að taka ekki myndir af "fínu" vélinni en ég nennti bara ekki að standa í því ferli núna. Þess vegna er stór hluti af afkvæmunum með demónískt augnaráð. Sigrún greyið getur reyndar ekki að þessu gert. Hún myndast oft illa. Ég fékk oft skammir sem barn fyrir að líta út eins og Ingjaldsfíflið á myndum. Kristrún styður að vísu systur sína þarna og grettir sig af hjartans lyst. Unglingarnir kunna þetta hins vegar. Ég veit ekki af hverju Kiddý er ekki á myndinni...?
Jæja, Böddey er orðin stór stelpa og ansi hörð í ræktinni. Auðvitað notaði hún góðu samböndin og fór í ræktina með Séra Lúllu einkaþjálfara. Lúlla er snillingur í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og Björg fékk því mörg góð ráð hjá henni í tækjasalnum. Hér eru stelpurnar í ræktinni fyrir norðan:

Auðvitað fór sólin svo að skína glatt og veðrið hreinlega lék við okkur á Akureyri. Við fórum í sund og svo í sundlaugagarðinn beint á eftir:

Örvar Lúlluson er einmitt að vinna í þessum garði í sumar og er bara nokkuð sáttur við sitt. Ég var einmitt að tala um það við Hjört hvað það væri gaman að geta leigt hús í viku næsta sumar á Akureyri. Þetta er eitthvað svo mikill eðalbær. En mér skilst að ég þurfi að safna aðeins fleiri punktum hjá KÍ áður en ég get leyft mér að dreyma um að leigja íbúð í gegnum þá á vinsælasta stað landsins.
Lúlla systir er orðin mikil prjónakona í seinni tíð og gladdi Kristrúnu með æðislegri peysu sem smellpassaði á hana. Við gistum næstu nótt í Vaglaskógi og peysan kom sér svo sannarlega vel í kvöldkulinu:

Glaða prjónapeysustelpan mín! Þar sem stelpurnar eiga ekki prjónandi ömmu (eða afa) er svo sannarlega mikils virði að eiga eina myndarlega móðursystur á kantinum.
Æ, nú er ég komin með samviskubit yfir því að hafa sagt að Sigrún sé ekki góð í að sitja fyrir á myndum. Set inn eina mynd þar sem hún er sko laaaaangbest:

Elsta og yngsta eru auðvitað óþekkastar en blessuð miðjubörnin fá bara skammir, þá sjaldan að tekið er eftir þeim.
Veðrið varð bara betra og betra eftir því sem leið á ferðina og við fórum austar. Á meðan grét sunnanfólkið á facebook og virtist ekki eiga sér viðreisnar von. Ljósavatn var alveg bjútífúl í logninu morguninn eftir að við yfirgáfum Vaglaskóg:

Þarna eru þær systur staðsettar við hliðina á blóðbergsþúfu, sem ekki var svo óalgengt í ferðinni. Kristrún borðar nánast allt úr náttúrunni sem að henni er rétt og Sigrún er greinilega fóðrari eins og pabbi hennar og virkilega naut þess að troða upp í litlu systur sína fíflablöðum, blóðbergi, arfa og öllu því sem ég var búin að segja að óhætt væri að gæða sér á. Börn náttúrunnar.
Allir í fjölskyldunni nema Hjörtur voru að fara í fyrsta sinn í Ásbyrgi. Hvorki veðrið né umhverfið ollu vonbrigðum og ákváðum við því að tjalda ekki bara til einnar nætur. Tjaldstæðið var reyndar fullt vegna þess að klósettin á staðnum önnuðu ekki fjöldanum, en Hjörtur talaði sig inn á svæðið með því að benda á að við værum með klósett í hjólhýsinu. Við gengum inn í Botn fyrsta kvöldið og þótti bæði mikið um veðrið og fegurðina. Það er gaman frá því að segja að Björgu þótti toppurinn á ferðinni vera umhverfið í Ásbyrgi og göngutúrarnir sem við fórum í þar. Stelpan er greinilega að verða fullorðin. Hér erum við alveg í Botni:

Zombie lúkk á Björgu af því að hún var að banda frá sér mýflugum. Allir hinir bara nokkuð ferskir!
Eftir fyrri nóttina í Ásbyrgi vöknuðum við upp í steikjandi hita:

Ammagaaad! Við erum ekki alveg vön svona hita á Íslandi þannig að við fíluðum okkur bara eins og við værum á Tyrklandi. Ég pakkaði ekki einu sinni niður stuttbuxum fyrir liðið!
Þar sem við vorum stödd á frekar ókunnum slóðum fannst okkur tilvalið að skoða nánasta nágrenni. Stefnan var sett á Kópasker og Raufarhöfn; staði sem ég hafði aldrei heimsótt áður. Á leiðinni á Kópasker vorum við alveg að kafna í bílnum (biluð loftkæling) þannig að við stoppuðum á svartri strönd og önduðum að okkur heita loftinu:

Gott ef að það glittir ekki í Kópasker í fjarska? Kópasker kom mér annars fyrir sjónir sem bær með fleiri iðnaðarhús en íbúðarhús. Correct me if I'm wrong...? Mér leist annars bara vel á staðinn, enda er nánast allt umhverfi fallegt á Íslandi þegar sól skín í heiði. Ég er líka smábæjarstúlka í eðli mínu og sé bara fegurðina í því að búa svona langt úti á landi í fámenninu. Raufarhöfn minnti mig eilítið á Stykkishólm, a.m.k. þegar ég horfði út yfir höfnina. Þar var nú samt lítill sem enginn túrismi, ólíkt mínum ofurvinsæla heimabæ. Ein sjoppa fannst opin sem hafði fátt á boðstólum, en pulsurnar og ísinn þar voru til mikillar fyrirmyndar. Sundlaugin er opin tvo tíma á dag og biðum við til klukkan fjögur eftir því að fá að hoppa ofan í netta innisundlaug með engum heitum pottum. En niðri var sána, hvíldarherbergi og líkamsræktarsalur þannig að þetta reyndist vera hin fínasta aðstaða.
Daginn eftir Raufarhafnarrúntinn fórum við í gönguferð að Hljóðaklettum í blíðunni. Stuðlabergið var svo ótrúlega fallegt að Súgandisey bliknaði í samanburðinum. Hér er demó:
Ótrúlega krúttleg fjölskylda líka, sérstaklega ef svipurinn á Björgu er tekinn inn í breytuna.
Þó að við höfum verið á eilífu flandri þessa viku erum við samt engin Flanders fjölskylda. Systurnar rífast alveg og garga hvor á aðra, en það er samt mesta furða hvað þær geta verið samrýmdar og samlímdar á þessum ferðalögum, eins ólíkar þær eru og á misjöfnum aldri. Þær sváfu allar í einu fleti og það gekk bara vel. Goggunarröðin er auðvitað við lýði og ef Böddey er pirruð út í foreldrana fær Diddú stundum að finna fyrir því og svo fær pirringur hennar útrás á Kiddú. Kiddú lemur svo Kisa Jackson þegar hún kemur heim. Djóóóók. Nei nei, þær eru oftast ágætar hvor við aðra, greyin. Hér er samt týpísk mynd af Björgu að stríða Sigrúnu:

Við fórum sko aftur til Akureyrar eftir Ásbyrgi og gistum á hlaðinu hjá Lúllu. Hjörtur nennti ekki að elda (GISP! GASP! OMG! etc...) þannig að við fengum okkur nokkra tælenska rétti niðri í bæ. Sigrún fékk þunglyndiskast þegar hún fann út að það yrðu rækjur í forrétt því að hún var svooo svöng! Hún borðar sko allt nema rækjur og humar. Björg naut þess að stríða henni og nautnasvipurinn sést vel á andlitinu. Aldrei var ég svona við systkini mín. ALDREI. Djó.....k.
Diddú duglega fékk uppreisn æru daginn eftir þegar hún fékk að láta ljós sitt skína í blaki á Dalvík. Við kvöddum Akureyri snemma um morguninn og fórum í frábært hádegissund í skínandi góðri sundlaug á Dalvík. Eftir það fórum við á róló í góða veðrinu en þá bara allt í einu byrjaði þoka að þokast yfir bæinn. Við drifum okkur því í næsta fjörð (Ólafsfjörð) en svona var útsýnið á leiðinni:

Hér má sjá hvernig þokan liggur eins og þunnt teppi yfir sjónum. Ólafsfjörður var nokkuð þokukenndur líka þannig að við stöldruðum stutt við. Hann var þó ekki þokukenndur í minningunni, enda átti ég þar góðar stundir með pápa mínum og bróður endur fyrir löngu. Siglufjörður rokkaði hins vegar feitt. Þar skein sólin og fallegu, litríku veitingahúsin við höfnina löðuðu að túrista í stórum skömmtum. Algjör dásemd! Þar var líka strandblakvöllur og Sigrún stóð sig svo sannarlega vel í blakinu:

Smassað yfir netið!
Við settumst inn á Rauðku og splæstum í ískakó og kökur á mannskapinn. Það sló heldur betur í gegn hjá litlu grísunum:

Alsæla hjá Sigrúnu ;)
Planið var að fara tvisvar í sund sama daginn því að ég bara VARÐ að prófa sundlaugina á Hofsósi. En við keyrðum beint frá Siglufirði inn í svartaþoku, svo svarta að ég setti úlpuna yfir hausinn á leiðinni (það var HÁTT niður) og bað Guð og góða vætti að forða okkur frá því að keyra út af með hjólhýsið og hrapa ofan í sjó. Svolítil kveif, hún Jólrún gamla. Þegar á Hofsós var komið var skítakuldi og þoka þannig að ég lét mér nægja að kíkja inn um gluggann á sundlauginni og sjá að þar var hvort eð er ekkert mögnuð aðstaða fyrir börn. Án útsýnis er þessi sundlaug ekkert sérstök. Við urðum þó að viðra börnin í kuldanum og prófuðum ágætis róló við skólann. Kristrún var hæstánægð með sandkassann:

Svo var ekið í þokunni inn á Sauðárkrók, þar sem við gistum á tjaldstæðinu síðustu nóttina í ferðinni. Ég hafði alltaf ætlað mér að skoða Krókinn betur, en í öllum hráslaganum létum við okkur nægja að rölta aðeins eftir aðalgötunni. Ég hefði örugglega verið miklu uppnumdari yfir staðnum ef sólin hefði skinið glatt, eins og til dæmis á Kópaskeri. Við fórum í sund morguninn eftir og ef ég á að segja eins og er þá olli sundlaugin eilitlum vonbrigðum. Ég sé allt út frá sjónarhóli barnanna og þar var bara ekkert við að vera fyrir krílin. Ein sundlaug og tveir heitir pottar (fyrir fullorðna) og ekkert annað. Ég trúi ekki öðru en að svona stórt bæjarfélag sé með það á stefnuskránni að kippa sundlaugarmálum í liðinn. Ég náttúrulega þekki ekkert til þarna. Kannski var þetta bara skólasundlaugin og einhver rennibrautaparadís bara í næstu götu? Pottarnir voru reyndar mjög fínir fyrir ferðalúnu foreldrana, en það er önnur saga.
Daginn eftir, þegar vestar dró, létti þokunni loks og í Borgarnesi var 23 stiga hiti. Veðrið er bara búið að leika við okkur að mestu leyti síðan og því erum við síður en svo farin að sakna þess að vera ekki í Ásbyrgi eða einhvers staðar annars staðar fyrir norðan. Þetta var ferlega fínt ferðalag og ekki spurning að við leigjum hjólhýsi einhvern tímann aftur. Heima er samt best og núna tökum við nokkra góða daga í borginni áður en við förum til fallegasta staðar á jarðríki um Verslunarmannahelgina. Ég er auðvitað að tala um Stykkishólm....dööö.
Jæja, þetta er orðið svo langt að ég geymi allt annað sem ég ætlaði að segja þangað til næst (og þá verð ég búin að gleyma því, ha ha).
Til hamingju með góða veðrið!
SÓL
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðan skein sól...
14.7.2013 | 23:20
...en bara í um það bil 10 mínútur í Sundlaug Seltjarnarness í dag. Molar eru líka brauð þannig að ég er bara þakklát fyrir það litla sem við fáum. Sólin lét lítið á sér kræla í Flatey og því nýttum við sólarstundirnar vel og syntum meðal annars í Grýluvoginum góðkunna:

Að vísu kappklædd í blautbúningum enda sjórinn skíííítkaldur. Stóru krakkarnir voru meira í sjónum og fíluðu blöðruna alveg í botn. Hjörtur naut þess að draga börnin eftir breiða firðinum (Breiðafirðinum) og láta þau svo hendast af í kröppum beygjum. Hér eru bekkjarsystkinin og Flateyjarvinirnir Björg, Hallgrímur og Hilmar alveg á fleygiferð:

Það var alveg ótrúlegt hvað þau entust í sjónum og uppi á blöðru. Ég hef prófað þetta og fullyrði að þetta er ekki leiktæki fyrir gamlar konur. Ekki mig heldur, ungu konuna.
Talandi um bekkjarsystkin og ungar konur, þá hitti ég Önnu og Gyðu á balli í Samkomuhúsinu. Þær reyndu að fá mig út á dansgólfið en ég vildi frekar standa við barinn og gæða mér á Flahító. Hörkutól stíga ekki dans. Ekki ég heldur, nema í einstaka neyðartilfellum. En við brostum blítt fyrir Hjört myndasmið og létum okkur dreyma um bekkjarmót í Flatey á næsta ári:

Jóla, Anna og Gyða. HR bandið spilaði fyrir dansi og ég mæli 100% með þeirri hljómsveit! Mér sýndust 12 manns standa á sviðinu og glöggu unglingarnir horfðu með stjörnur í augum á besta saxófónleikara SK spila með bandinu. Megakúl!
Fleira gerðum við okkur til skemmtunar en að fara á dansleik. Ég, pabbi og Björg tókum þátt í "pub quiz" í Bryggjubúðinni og gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! Spurningarnar voru allar um Flatey og nágrenni og afskaplega krefjandi sumar og því kom Gyða Flateyingur eins og engill af himni ofan inn í liðið í miðri keppni og fyllti í flestar eyðurnar. Team work, ekki spurning. Verðlaunin voru ekki af verri endanum: Ljómandi falleg rauðvínsflaska sem að liðið slátraði á staðnum. Björg fékk Pepsi og var sátt við sigurinn. Nýstárlegt að hafa tvo skemmtistaði á litlu eyjunni okkar.
Bræðraminni var líka skemmtistaður eitt kvöldið þegar Mmmmmmmmiðaleikur Sólrúnar fór fram í 9. skiptið. Bjössa stuðpinna og fjölskyldu var sárt saknað en Björg gerði sitt besta til þess að halda uppi fjörinu. Það tókst með ágætum og úrslitin voru þessi: Hallgrímur 3 nammipokar, Kristrún 1 nammipoki, afi 1 nammipoki, Jólrún 2 ógeðspakkar og Hjörtur 2 ógeðspakkar. Aðeins eitt barn fór að gráta en hló svo í gegnum tárin þegar allir skiptu namminu systur- og bróðurlega á milli sín. Hér er Björg miðaleikjastjórnandi með kríu á kantinum:

Það er alltaf gaman að taka myndir af kríunni í Flatey. Hún er óvenju herská núna og ég veit ekki hvaða húmoristi tók upp á því að setja þvottasnúrur hússins svona nálægt kríuvarpinu. Maður hengdi ekki upp þvott án þess að vera með hjálm á hausnum. Pabbi lagði sig hins vegar í stórhættu, hjálmlaus og hárlaus, til þess að ná góðri mynd af kríunni. Hann slapp ómeiddur í þetta skiptið:

Svo verð ég að bæta við einni mynd af Hirti og Sigrúnu úti í kríuvarpi. Hjörtur er alveg eins og Lýður Oddsson á myndinni:

"Ég er alveg laaaaangflottastur og er með alveg top-of-the-line útbúnað hérna á hausnum sem ég keypti á e-bay." Krían á ekki séns í kallinn!
Nóg af kríumyndum. Enda þessa stuttu færslu á fallegri mynd sem græjukallinn tók af frumburði Sóludóttur og frumburði Ástusyni á þokukenndu júlíkvöldi í Flatey. Gráu peysurnar voru algjör tilviljun en mér finnst þetta allt tóna skemmtilega saman og vera vel heppnuð mynd:

En kannski er ég bara hlutdræg og finnst myndefnið fallegt. Óþarfi reyndar hjá Hallgrími að vera að standa uppi á stól, en það er önnur saga .
Fyrirliggjandi næstu daga er að reyna að vinna smá í Porridge bókum, hafa ofan af fyrir litlu grísunum, græja húsið enn frekar og undirbúa sig fyrir hjólhýsaferðina miklu. Núbb... og taka lokaákvörðun um hvort að ég ætla í þessa aðgerð á ilinni eður ei.
Ég set kannski inn einhverjar myndir af eldhúsinu næst. Flestir skáparnir eru komnir en reyndar ekki borðplöturnar, en þetta verður voða fínt. Það er ótrúlegur léttir að sjá stóru verkin vera að klárast smátt og smátt. Ferlið er búið að vera langt og hundleiðinlegt, en nú förum við að sjá fyrir endann á verkinu og erum laus við ryk um öll gólf og eilífan umgang inn og út úr húsinu. Feels like home, finally. Yay!!!
Sjáumst síðar
Sóla sólarlausa
Staldrað við í túninu heima
29.6.2013 | 23:09
Klukkan er ellefu að kveldi og sólin skín loks hér í Kópavogi. Það lofar góðu. Ég er ekki enn búin að upplifa sólbaðsdag í garðinum við nýja húsið mitt og samt flutti ég í Daltúnið í desember! Sólardagarnir hérna um síðustu helgi fóru fram hjá mér af því að þá var ég í Hólminum.
Við ákváðum að fresta aðeins för í Hólminn eftir að við komum heim frá Tyrklandi, aðallega vegna þess að Kiddý litla Lúlludóttir varð stúdent 17. júní og ætlaði í bæinn 18. júní. Þá gafst móðurfjölskyldu hennar gott tækifæri til þess að halda stúdentsveislu númer tvö (það er svooo langt til Akureyrar, sérstaklega fyrir Tyrkjalúna). Það urðu fagnaðarfundir og hér er hluti af familíunni fallegu að borða eftirréttinn ógurlega:

Núbb...svo var brunað í Hólminn - fyrsta ferðin á árinu! Veðrið var yndislegt allan tímann og fríið hélt því bara áfram að vera ljúft og gott. Stelpurnar fóru í sund einn daginn og urðu brúnni eftir þá sundferð en þær höfðu verið eftir heilar þrjár vikur í Tyrklandi, enda var ég svo sem ekki að maka neitt á þær sólarvörn í íslensku sólinni. Við náðum að kíkja til Maj'ömmu og Dísu (og í 3 mínútur til Grétu frænku) og svo vorum við bara að "chilla" heima í heita pottinum. Algjör afslöppun. Auðvitað kíktum við á mínar æskuslóðir niðri við Maðkavík og fleyttum nokkrum skeljum:

Ekki taka mark á kappklæddri Sigrúnu. Hún er eiginlega alltaf í flíspeysu, úlpu, með sólgleraugu og glimmerhúfuna sína, nánast hvernig sem viðrar.
Við komum svo heim síðasta sunnudagskvöld og höfum alveg verið upptekin við vinnu og eilitla skemmtun. Sigrún fór á körfuboltanámskeið með Aðalsteini fyrir hádegi alla vikuna (mjög skrítið námskeið og ég held að þau hafi nánast ekkert spilað körfubolta, en það er önnur saga) og Kristrún mætti í leikskólann, galvösk. Ásta sá um að halda mig við efnið og bæði á mánudegi og miðvikudegi vaknaði ég klukkan hálf sex til þess að mæta í tíma í World Class í stöðvaþjálfun og spinning á eftir. Það voru svo mikil hlaup í tímanum að sprettæfingar hjá Laugaskokki (a long time ago) rifjuðust upp. Hlaupavöðvarnir urðu hissa en glaðir en því miður þoldu iljarnar ekki þessa vitleysu þannig að ég er komin í pásu fram yfir helgi. Björg og vinkona hennar komu með okkur í annan tímann og tóku vel á því, svo vel að þær áttu í stökustu vandræðum með að beygja sig eftir arfa í unglingavinnunni í nokkra daga á eftir. Anyways, mér gafst smá tóm á morgnana til þess að vinna að endurskrifum á kennslubókunum okkar, en reyndi svo að sinna börnum og tiltekt eftir hádegi. Veðrið hefur ekki verið mjög spennandi til útivistar, en einn daginn rofaði ágætlega til og þá skunduðum við í Húsdýragarðinn. Hér eru Aðalsteinn, Sigrún og Kristrún í lestinni, ægilega glöð:

Ég reyndi að festa Ástu og Ríkharð á filmu í bátunum, en þar sem sá síðarnefndi var við stýrið hjá Ástu og Kristrún stjórnaði mínu fleyi, var ekki séns að ná góðri mynd af bátsverjum. Hér sést þó framan í Ástu, rétt áður en hún sentist áfram í næsta hring:

Helga Rún er komin í þægilega innivinnu og grætur sólarleysið ekkert of mikið. Hún vinnur í afgreiðslunni í stóra turninum á Smáratorgi og ferst það vel úr hendi. Ég rétti henni þessa kók í vinnunni af því að hún er svo Tyrklandstönuð:

Alveg Kolbrún!
Nú líður að því að við förum aftur í Hólminn og svo í Flatey þannig að nýliðna viku varð að nýta vel. Ofurhjónin Sólveig og Þorri verða bæði fertug um þessar mundir þannig að okkur þótti við hæfi að bjóða þeim út að borða. Allir voru til í sushi (jibbý!) þannig að við bókuðum borð á Sushi samba og sáum ekki eftir því:

Ég smakkaði svokallaðan "smjörfisk" í fyrsta sinn. Ég gúgglaði kvikindið í símanum mínum og kom þá fyrst upp mynd af sprettfiski, líkum þeim sem við veiðum í Flatey með því að velta við steinum. Langir fiskar og hálir sem álar, hvaðan nafnið "butterfish" er líklega komið. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að fara grilla svona gómsætan fisk í Flatey, en Hjörtur sagði að stærð og áferð flakanna passaði engan veginn við sprettfisk, þannig að ég fann annan líklegri sem er kallaður "Japanese butterfish." Nafnið er pottþétt dregið af því hvað hann er mjúkur og bragðast nánast eins og smjör. Mæli með'onum. Þó ekki úldnu sardínunum sem okkur var boðið upp á líka. En sumir hafa eflaust smekk fyrir slíku, rétt eins og við étum kæstan hákarl.
Nú er komin helgi og Hjörtur farinn aftur á stjá, ójá. Hann fór með vinum sínum í svokallaða "hrútaferð" einhvers staðar rétt hjá Hólmavík og unir hag sínum vel. Ég var eitthvað að vesenast með í morgun hvað ég ætti að gera með ungviðinu í rigningunni. Svo stytti upp þannig að IKEA ferðin var slegin af og strætóferð niður í miðbæ tekin upp í staðinn. Stelpurnar voru mjög ánægðar með það. Hér bíða þær spenntar í strætóskýli, sem er mjög sjaldgæf reynsla fyrir þær tvær yngstu:
Við gengum frá Hlemmi niður á Lækjartorg og alls staðar virtist vera nokkuð róleg stemmning. Björg fjárfesti í nokkrum grammófónplötum (80s auðvitað) á slikk og svo tókum við nokkra diska á Sushi Train (stelpurnar eeeeelska sushi á færibandi). Ég stefni svo á hjólaferð með grísina á morgun, svona eftir að búið er að horfa á barnaefnið og ég búin að skila af mér smá vinnu.
Hólmurinn og Flatey einhvern tímann í næstu viku og ég bið bara um þokkalegt veður. Annars get ég sko ekki kvartað, búin að fá þessa fínu sól í 3 vikur í Tyrklandi. Pabbi er úti á Spáni núna með Bjössa bró og family og finnst það sko ekki leiðinlegt. Svona á að lifa lífinu þegar maður er hættur að vinna. Ég er strax farin að hlakka til þess að flakka á milli dætra minna fimm og fá að liggja með tærnar upp í loft með þeim á öllum ferðalögum og blogga um allsnægtirnar .
Ætla samt að muna að njóta líðandi stundar og bið ykkur vel að lifa. Eimen.
Sóla sólþyrsta
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kallinn fimmtugur og eldhús í fokki
16.6.2013 | 23:35
Ég ætla nú að tala sem minnst um eldhúsið, enda mikilvægara að eiginmaðurinn eigi smá minningar á alnetinu um afmælisdaginn sinn. Fyrst þarf að vísu að gera síðustu dögunum á Tyrklandi skil.
Ég reyndar man ekki eftir neinu sérstöku. Við fórum í þessa siglingu og svo í vatnsleikjagarðinn áður en Björg fór heim, en eftir það gerðist ekkert fréttnæmt. Engar fréttir eru góðar fréttir. Samveran skipti mestu máli í þessari ferð, að mínu mati. Það var sjaldnast eitthvað prógram fyrir hvern dag, nema auðvitað vangaveltur hjá Sigrúnu um hvernig ís þær myndu fá í dag og svo auðvitað hjá Bjórlafi um hvort að ekki væri örugglega einn kaldur í ísskápnum (djók). Allir náðu vel saman, bæði ungir og aldnir. Hér er eitt dæmi um káta kappa sem voru að fíla hvorn annan:

Ól'afi og Jakob krútturass! Jakob sló ekkert lítið í gegn í Tyrklandi. Hann vakti gífurlega athygli hvert sem hann fór og allir vildu klípa í kinnarnar á honum, blessa hann og knúsa. Kannski af því að Tyrkir eru barngóðir, kannski af því að hann er svo hrikalega sætur, kannski af því að hann er bláeygður? Líklega sitt lítið af hverju. Kristrún litla ljóshærða fékk líka sinn skerf af athygli en ólíkt Jakob brosmilda fór feimna stelpan undan í flæmingi (eins og hver annar læmingi) og gaf ekkert af sér til baka. Anyways, hér er ein mynd af öldruðu ömmunni og háaldraða afanum með litla kalli:

Jól'amma, Jakobus og Hjöss'afi.
Ég hef áður minnst á fjölskrúðugt dýralíf í Tyrklandi og í bænum okkar, Akyaka. Hundar ganga hér um meira og minna frjálsir og ekki eru færri kettir heldur. Flest eru dýrin hin alúðlegustu og hefði ég helst viljað taka þau öll með mér heim. Kannski ekki skordýrin, þó að þau hafi reyndar verið meganæs (fyrir utan moskítós, en ég slapp með einhver átta bit, þökk sé eitrinu sem ég úðaði á mig daglega). Eitt kvöldið sáum við broddgölt en þorðum ekki að reyna að taka hann með heim. Hins vegar björguðum við lítilli eðlu úr kattarklóm og geymdum hana í boxi heima. Eins og sést var búið að halaklippa hana og rífa í holdið:

Því miður dó krílið sólarhring seinna. Þetta var eðal eðla, eðlilega. Blessuð sé minning hennar.
I-phone-inn hans Hjartar dó líka harmdauða. Ég horfði tvisvar á eftir Hirti stinga sér ofan í laugina í öllum fötum. Í fyrra skiptið þegar hann ætlaði að láta skjaldbökuna synda í lauginni og áttaði sig svo á að ég var ekki að ljúga því að þetta væri landskjaldbaka. Í seinna skiptið þegar hann missti glænýjan I-phone 5 ofan í laugina. Glænýr og steindauður! Sem betur fer er kallinn vel tryggður og kominn með nýjan síma. Hér þurrkar Hjörtur sér við eldinn ofurvinsæla, ásamt Connery tengdaföður sínum:

Við vorum alveg á því að það þyrfti að byggja svona kamínu úti í Flatey. Fátt lyktar betur en viður að brenna og fátt er meira róandi en eldur sem logar glatt í arni, nema Prozac auðvitað.
Afmælisdagurinn? Daginn fyrir brottför rann upp afmælisdagurinn hans Hjartar. Fyrsta stórafmælið sem ég upplifi með honum. Ég veit, gamalt fólk í ungu sambandi. Harpa reddaði alveg svakalega fínni afmælisköku fyrir pabba sinn og við græjuðum eitthvað fleira huggulegt í afmælisbrönsinn. Hér er fyrra settið af dætrunum að horfa af aðdáun á pabba sinn með afmælistertuna:

Við fundum ekkert slökkvitæki þannig að 50 kerti á köku verða að bíða betri dags.
Svo þurfti stórafmælisbarnið að setjast við tölvuna og vinna og vinna og vinna og vinna á meðan við sóluðum okkur við sundlaugarbakkann. Ég meina, einhver verður að borga ferðina! Enginn vindur var fyrir drekaflug þannig að blessaður drengurinn fékk kannski ekkert mjög mikið kikk út úr deginum. Skemmtilegt kvöld í Ottoman höllinni bjargaði þó miklu. Þar mættum við á staðinn tæplega klukkutíma of seint (af því að Hjörtur var að vinna og vinna og vinna og...) og biðum spennt en ægilega pen eftir einhverju huggulegu í gogginn.

Þessi fjölskylda á reyndar ekkert voðalega auðvelt með að sitja kyrr of lengi þannig að fljótlega var farið út í einhvern fíflagang við sundlaugarbakkann. Gamla pósaði eins og henni einni er lagið (Lúlla style) og hafði ekki hugmynd um að Harpa væri í svipuðum stellingum hinum megin á bakkanum:

Sama má svo segja um næstu mynd. Harpa hélt að hún væri að eyðileggja huggulega mynd af henni og pabbanum, en á meðan taldi hann sig vera að gera það sama. Synchronized sinners:

Við fórum örsjaldan út að borða í Akyaka þannig að þessi afmælismáltíð var hin fínasta tilbreyting. Tyrkir nota mikið af mjólkurvörum og lambakjöti í sinni matreiðslu, rétt eins og Íslendingar. Eftir forrétt, aðalrétt og eftirrétt var upplagt að róla og góla aðeins í garðinum:

Stelpur í stuði!
Afmælisbarnið bauð svo upp á einn nettan kokteil fyrir svefninn, sem hinar stelpurnar í stuðinu tóku heldur betur fagnandi:

Stelpur í stöööði!
Veitingastaðurinn var steinsnar frá húsinu þannig að við röltum heim í myrkrinu og horfðum með aðdáun á stjörnubjartan himininn í síðasta sinn. Tunglsjúkur Hjörtur rak tærnar í dauðan snák og kláraði afmælisgöngutúrinn með barnavagn í annarri og snák í hinni.

Allir fóru beint að sofa því að framundan var rúmlega sólarhrings ferðalag til Íslands. Allir nema Hjörtur og Bjór, sem eyddu síðasta hálftímanum af afmælisdeginum fyrir framan eldsglóðirnar, líklega í þunglyndi yfir að vera báðir komnir yfir hæðina...all downhill from now.
Þetta er síðasta myndin sem tekin var af Hirti á afmælisdaginn. Greinilega mjög þunglyndur:

Frábært frí að baki og nú er bara að takast á við suddann á Íslandi á ný. Eldhúsinnréttingin sem átti að vera tilbúin er varla hálfnuð. Fyrst brotnaði borðplatan í framleiðslunni og verður ekki tilbúin aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júlí. Svo urðu þau leiðu mistök í sprautun á hurðum á innréttingunni að öllu dótinu var pakkað saman inn í bylgjupappa ÁÐUR en lakkið var þornað þannig að allt límdist saman og öll vinnan ónýt. Hvað næst? En sem betur fer getum við flúið í Hólminn um stund næsta miðvikudag, þar sem allt er örugglega í toppstandi eins og vanalega. En þangað til munum við knúsa Kisa í klessu (hann saknaði okkar greinilega MJÖG mikið), halda upp á þjóðhátíðardaginn og bjóða svo Kiddý nýstúdent frá MA og okkar fólki í smá dinner í eldhúsómyndinni. Björg kom alsæl heim í dag eftir 11 daga ferð í Þýskalandi með Skólahljómsveit Kópavogs, þannig að allt er við það að færast í eðlilegt horf.
Sem sagt, Hjörtur orðinn fimmtugur, Tyrkland er frábært land og eldhúsið verður vonandi klárt fyrir næstu jól.
Kær kveðja
SÓL
Svipmyndir frá Tyrklandi
7.6.2013 | 19:15
Mikið assgoti ætlar að vera erfið fæðing hjá þessu Tyrklandsbloggi númer tvö. Stundum vantaði tölvu, stundum tengingu og oftast nær hvoru tveggja. En hér er ég með uppsafnaðan bunka af ljósmyndum úr fríinu. Reyni að vera fámál.
Talandi um mál, þá er einhver að berja í einhvers konar mál hér fyrir utan gluggann. Hugsanlega verið að mótmæla stjórnvöldum? Við höfum aðeins orðið vör við mótmæli bæði í Akyaka og Marmaris, en allt mjög friðsamlegt. Amma Hakk og Gunni Bjargarpabbi höfðu reyndar miklar áhyggjur af Björgu Steinunni í fyrradag þegar hún þurfti að leggja á sig tæplega sólarhringsferðalag frá Tyrklandi til Íslands, meðal annars með langri viðkomu í Istanbul. Ég viðurkenni að mér var líka órótt þegar ég sá eftir frumburðinum á flugvellinum í Dalaman leggja upp í þetta langa ferðalag alein, enn með sorg í hjarta eftir fréttirnar af fráfalli Hemma. En hún stóð sig vel stelpan og komst heim heil á húfi, reynslunni ríkari. Í morgun flaug hún svo til Þýskalands með skólahljómsveitinni og verður þar þangað til 16. júní. Ég held að hún hafi bara skemmt sér vel hérna hjá okkur, enda væsti ekki um hana í herbergi með Helgu stóru systur. Hér eru þær á góðri stundu:
Negrastrákarnir voru 10 en núna eru bara eftir 8, því að Rasmus fór heim í morgun. En erum við annars orðin eins og negrar (vonandi móðga ég engan með því að nota þetta orð) í allri þessari sól? Nah...get nú ekki sagt það, enda fer mesta vinnan í að forðast sólina þegar hún er hvað sterkust og bera á sig góða vörn til þess að brenna ekki. Ég er fyrst núna farin að setja sólarvörn 30 (úr 50) á litlurnar en það er allur gangur á því hvað fullorðna fólkið er að nota. Pabbi er langdekkstur af liðinu, enda heilmikið forskot falið í því að vera ellilífeyrisþegi og sitja á suðursvölum í Fossvoginum í hvert sinn sem íslenska sólin glennti sig eitthvað í vor. Harpa fór hrikalega illa út úr því að gleyma að setja sólarvörn á bakið á sér einn daginn. Hún brann mjög illa á bakinu og leið miklar þjáningar í nokkra daga. Ýmis meðul voru notuð til þess að hjálpa henni til þess að ná einhverjum svefni á meðan á ósköpunum stóð, en ég ætla ekki að útlista það neitt frekar ;).
Dagarnir líða hratt og ég sem hélt að þrjár vikur væru ALLT OF LANGUR TÍMI verð víst að éta það ofan í mig aftur. Ég held að það sé bara mátulegur tími, a.m.k. eins og staðan er búin að vera heima í Daltúninu. Allt á hvolfi og minnir lítið á huggulegt heimili. Við erum í góðu húsi með yndislegum garði og sundlaug og þurfum ekki mikið meira. Útlandareglunni "einn ís á dag kemur skapinu í lag" er fylgt mjög vel eftir, sérstaklega af Sigrúnu sem lætur ekkert fram hjá sér fara þegar möguleikinn á sætindum er annars vegar. Ekki það að stóra systir sé eitthvað betri. Hún vann að því hörðum höndum að þessi fíni ís yrði í eftirmat eitt kvöldið:
Kristrún smælar líka framan í heiminn og fær röndóttan ís í staðinn! Björg brann aðeins á bringunni og líkti henni við þennan ís. Undir toppnum var hún hvít (vanilla), á bringunni var hún rauð (jarðaber) og fyrir ofan brunann var hún brún (súkkulaði).
Eins og ég hef áður minnst á hefur Hjörtur verið ansi upptekinn við vinnu og mardrekaflug. Aðstæðurnar hér í Akyaka eru frábærar (þess vegna erum við hér) og Hjörtur mjög ánægður með það, þó að hann vildi óska þess að hann hefði líka meiri tíma með okkur. Hér er kallinn að hoppa úti á hafi:
Meganæææææs! Hann ætlaði að fara í smá aukakennslu í dag, svona rétt til þess að læra að gera flikk flakk og heljarstökk í loftinu, en þá brá svo við að það var logn allan daginn. Vonandi fær hann byr í seglin á morgun, kallanginn.
Uppáhaldsiðja mín er að fara með börnin á ströndina. Kristrún er ekki hrifin af sundlauginni, en sjóinn elskar hún af öllu hjarta. Þar nær hún í botn og getur vaðið út um allt, mokað sandi og elt litla fiska. Hér er hún aftan á vindsæng hjá Sigrúnu:
Afi dró þær um allan sjó, en stuttu eftir að þessi mynd var tekin hvolfdi vindsænginni og stelpurnar fóru á bólakaf. Ekki alveg uppáhaldið hennar Kristrúnar, en hún fór ekkert að grenja. Yay!
Akyaka er lítill bær og ekki mikið um einhverja sérstaka afþreyingu, nema auðvitað að fara á ströndina, í sundlaugina eða kíkja í litlar búðarholur. Við erum búin að fara þrisvar til Marmaris, sem er ansi flottur bær en með allt öðru andrúmslofti. Þar eru sölumenn á hverju strái og miklu meiri túrismi í gangi. Við fórum í smá stelpuferð til þess að versla "feik" merkjavöru og höfðum gaman af öllu "búllsjittinu" sem er í gangi í þessum búðum. Að prútta og gera góð kaup er greinilega mikil list. Sölumennirnir nota ýmsar aðferðir til þess að ná sem bestum árangri og sumir þeirra kunnu jafnvel nokkra íslenska frasa, eins og "bara skoða", jafnvel þó að lítið hafi sést af íslenskum túristum undanfarin ár, sem þeim þótti mjög miður. Kreppan maður, kreppan. Margir urðu mjög ástleitnir við Helgu en fengu í staðinn harðasta prúttara sem sögur fara af. Ég sjálf fjárfesti í Ray Ban gleraugum upp á heilar 700 krónur. Þau heita reyndar Roy Bon, but who bloody cares? Ég er samt mjög fegin að vera í rólegum og ekta tyrkneskum bæ, í staðinn fyrir að vera alveg ofan í túristabransanum. Eftir kynni mín af Tyrkjum hér sýnist mér að þetta sé afskaplega heiðarlegt og gott fólk sem gerir manni góðan greiða án þess að ætlast til nokkurs í staðinn.
Í tilefni þess að Björg þurfti að fara miklu fyrr heim urðum við að gera ýmislegt sem að við hefðum kannski dreift á lengri tíma. Við fórum til að mynda í heilsdags siglingu frá Akyaka um nágrennið, þar sem stoppað var á 4 eða 5 góðum stöðum og skoðað sig um. Sigrún Björk fékk að stýra fleyinu og fórst það vel úr hendi, enda rennur örugglega slatti af sjómannsblóði um hennar breiðfirsku æðar:
Þeir sem vildu máttu hoppa niður af bátnum ofan í sjóinn á völdum stöðum. Björg lét ekki segja sér það tvisvar, heldur þrisvar:
Merkasti staðurinn sem við stoppuðum á var líklega Kljápöddu strönd (Cleopatra Beach) sem er með einhverjum ægilega spes fíngerðum sandi. Ég afrekaði það að gleyma bæði froskalöppunum mínum og Sigrúnar á ströndinni og enn hefur okkur ekki tekist að endurheimta þær. Aulinn ég. Eftir siglinguna fórum við á allsérstæðan en óhemjuvinsælan veitingastað í Akyaka, sem er bátur við ána og sérhæfir sig í fiskisamlokum. Sætin uppi voru mjög skemmtileg:
Þarna situr nú allt liðið nema Helga, sem tók myndina.
Stelpuverslunarferðin til Marmaris (með viðkomu á McDonalds) var eitt af því sem við þurftum að gera fyrir Björgu, en svo var það auðvitað hátindurinn: Vatnsrennibrautagarður! Það var víst um þrjá að velja í Marmaris, en ég held að við höfum farið í þann stærsta. Barnasvæðið var mjög flott, en mjög asnalega hannað því að ísköldu vatni var dælt í allar áttir, sem olli því að börnunum var ekki bara skítkalt, heldur voru alveg rosalega mikil læti allt í kring. Það var ekki fyrr en í lokin þegar slökkt hafði verið á vatninu að Kristrún (og ég, kuldaskræfan) gátum farið að njóta okkur á því svæði. En eldri stelpurnar fíluðu þetta alveg í botn, sérstaklega Sigrún sem var að prófa svona nokkuð í fyrsta sinn á ævinni. Hér er hluti af barnasvæðinu (glittir í Kristrúnu, mig og Sigrúnu):
Pabbi var sá eini sem að renndi sér ekkert, en hann var duglegur að taka myndir. Ég tók myndir af honum í staðinn, gamla töffaranum:
Drekkur six-pack á dag og samt með six-pack. Hvernig má það vera?
Svo læt ég fljóta með eina sæta mynd af sænska parinu í sundi:
Harpa, Jakob og Rasmus. Súpersæt fjölskylda!
Já, lífið í Tyrklandi er bara ljúft. Mjög rólegt og afslappað, allir í góðum gír og ekki yfir neinu að kvarta. Auðvitað þarf að þvo þotta, taka til, elda mat og vaska upp alla daga, en margar hendur vinna létt verk. Það er gaman að fylgjast með litlu stelpunum njóta sín, svona í fyrsta sinn í útlöndum. Kristrún vill helst vera berrössuð alla daga og pissa útí blómabeð, en vonandi venur hún sig af öllum slíkum töktum áður en hún mætir aftur í leikskólann. Dýralífið er skemmtilegt. Hjörtur kom með skjaldböku á heimilið sem hann fann úti í vegarkanti en hún týndist því miður fljótlega (er kannski enn í einhverju blómabeði að valda usla). Lausir hundar eru hérna úti um allt og virðast vel haldnir og yndislegir, að ég tali nú ekki um kettina. Við erum búin að hæna að okkur nokkra fastagesti sem að fá mjólk í skál eða kattamat úr lófa. Óvenjulegasta gæludýrið er þó krybba nokkur sem er búin að eiga fasta setu hér í nokkra daga. Sigrún og Kristrún fundu hana við sundlaugina og settu hana í litla bláa fötu með fullt af laufblöðum. Þær taka hana oft upp og klappa henni og hún á það jafnvel til að stökkva snöggt upp úr fötunni og upp á andlit eða axlir stelpnanna, en fer svo aftur ofan í fötuna þegar hún er orðin þreytt á leiknum. Við héldum fyrst að þetta væri engispretta og kölluðum hana því auðvitað Tuma. Ég var svo undrandi á þessari hegðun krybbunnar að ég fór að gúggla áðan. Þá komst ég að því að í Kína og víðar er löng hefð fyrir því að halda krybbur sem gæludýr! Það er merki um gæfu að láta þær búa hjá sér í krukku í garðinum. Við eigum því sem sagt gælukrybbu sem heitir Tumi og ætlar að búa hjá okkur þangað til að við förum. Ekki ætlum við að gera Tuma það að flytja til kalda Íslands. Ég lýk þessari löngu færslu með mynd af Kristrúnu kirsjuberjaputta með Tuma krybbu:
Peace out!
Sóla (Turk 182)
Túristar í Tyrklandi
28.5.2013 | 20:48
Mætt á svæðið eftir langt og strangt ferðalag! Við gistum í Kaupmannahöfn í eina nótt og svo ætluðum við að vera mætt til Tyrklands seinni partinn daginn eftir. Það klikkaði eitthvað því að vélinni til Istanbul seinkaði töluvert og þar af leiðandi misstum við af vélinni til Dalaman. Þolinmóða fjölskyldan þraukaði á flugvellinum í Istanbul í átta tíma og fékk svo vél rétt eftir miðnætti. Á flugvellinum í Dalaman kom í ljós að taskan hans Rasmus hafði orðið eftir í Istanbul, þannig að við töfðumst heilmikið út af því. Við tók svo klukkutíma ferðalag með bíl til Akyaka um miðja nótt og þá fyrst duttu börnin út af (líka Björg Steinunn). Það var mjög fallegt að horfa á landslagið út um bílrúðuna um miðja nótt. Fullur máni og skógi vaxin fjöll. Svo komumst við loksins í hús, örþreytt. Húsið leit miklu betur út en ég þorði að vona, mun rýmra og bara miklu stærra en á myndunum. Hér er það frá einu sjónarhorni:
Við reyndar rétt náðum að skanna svæðið áður en rafmagnið fór af öllum bænum! Sem betur fer fundum við eitt kerti og gátum þreifað okkur áfram í gegnum húsið. Svo kom rafmagnið á aftur hálftíma seinna og þá gátu allir farið í háttinn. Á þeim tíma var reyndar orðið stutt í sólarupprás og ég var rétt að festa svefn þegar bænakall múslima byrjaði í hátalarakerfinu í bænum. Þar sem ég hef bara heyrt svona gaul sem forleik að ægilegum skothríðum í Hollywood myndum (þar sem aumingja múslimarnir eru alltaf ljóti kallinn...ekki bænakallinn þó), þá rann mér kalt vatn á milli skins og hörunds. Ég glaðvaknaði því og náði ekki að festa svefn fyrr en sólin var farin að skína glatt inn um glataðar gardínurnar. Birta og engar sængur, bara örþunn lök. Smá breyting en þetta reddaðist svo allt næstu nótt og nú er ég orðin alvön því að Allah sé lofaður klukkan fimm á morgnana. Þetta er samt líklega eini gallinn sem ég sé á því að múslimar byggi mosku í Reykjavík, þ.e. hávaðinn á morgnana/nóttunni. Nú er búið að leyfa hænsnahald í Reykjavík, en án hana, einfaldlega vegna þess að ekki má raska svefnfriði borgarbúa. En áfram með ferðasöguna...
Daginn eftir var náttúrulega yndislegt veður og allt leit svo vel út, nema reyndar flugan í stofunni. Hún var á stærð við þumalfingurinn á pabba, en þeir sem hann þekkja vita að hann er æði fingralangur. Hjörtur hetja skellti yfir hana glasi og færði hana út í frelsið. Hér er dúllan:
Þetta er algjörlega sauðmeinlaust kríli, en við köllum þessa flugu alltaf "óperuflugu" núna af því að Harpa syngur heilu aríurnar þegar flugan flýgur yfir sólbaðssvæðið. Dýralífið hér er skemmtilega frábrugðið því sem að við eigum að venjast heima. Oft spyrjum við: "Var þetta fugl eða fluga?" þegar einhver kvikindi fljúga yfir og erum í alvörunni ekki viss. Kristrún litla var búin að rífast mikið yfir því að fiðrildi væru ekki til í alvörunni (ekki frekar en Dóra og Klossi), en var "pleasantly surprised" þegar hún sá þau fyrst í runnunum, gul og rauð og blá. Hún er búin að vera með krúttlega maura sem gæludýr (skírði einn Dúllu og annan Núma) og svo þykir henni mjög vænt um drekaflugurnar sem hafa gert sig heimakomnar. Björg Steinunn fann loksins eðlu og Harpa og co. fundu skjaldböku þegar þau voru að skutla Hirti í mardrekaflugið.
Anyways, fyrsti dagurinn fór í að skanna svæðið aðeins. Við löbbuðum niður að strönd, sem á víst að vera 10 mínútna labb en tekur að minnsta kosti hálftíma þegar sú stuttfætta er með. Sem betur fer er afi "gamli" oft tilbúinn að skella henni á háhest:
Eins og sést fer faðir minn létt með þetta, enda ofurmassaður og stundar upphífingar að minnsta kosti tuttugu sinnum á dag. Geri aðrir betur.
Við erum búin að fara þrisvar á einkaströndina okkar og stelpurnar hafa haft mjög gaman af. Ég kalla þetta einkaströnd af því að það er aldrei neinn þarna nema við. Við fundum reyndar aðra strönd í dag sem er aðeins túristalegri og ætlum að prófa hana næst. En okkar strönd er fín. Hér eru litlurnar mínar, ægilega ánægðar með ströndina sína:
Sigrún er í síðerma bol þarna af því að hún brann smá fyrsta daginn. Þessar stelpur eru bleiknefjar miklir eins og hálf föðurættin og því dugar ekkert minna en sólarvörn með 50 stuðli. Brökin er hins vegar ekki af bleiknefjakyni og þolir því aðeins meiri sól. Hún og við öll erum líka alveg að fíla sundlaugina sem fylgir húsinu:
Fullkomin slökun hjá unglingnum! Hmmm...á meðan allir vinir hennar eru í vorprófum!
Já, ungir jafnt sem aldnir eru að fíla sig í þessu notalega loftslagi. Frekar heitt en alltaf vindur þannig að öllum líður vel. Hér er hann Jakob okkar að sulla í sundlauginni með mömmu sinni:
Svo sæt bæði tvö!
Þessir fyrstu dagar hafa aðallega farið í að átta sig á umhverfinu. Þetta er sem sagt lítill bær, ekki mikið stærri en Stykkishólmur, en íbúafjöldinn margfaldast á sumrin þegar ferðamennirnir mæta á svæðið. Jú, minnir mjög á Hólminn minn fagra. Ferðamannatímabilið er bara ekki byrjað þannig að hér er frekar rólegt og notalegt. Þessi staður er þekktur fyrir "innlögnina" (svo ég tali nú eins og Flateyringurinn sem ég er), þ.e. vindinn sem kemur hér yfir daginn og blæs "kitesurfing" sjúklingum byr í væng. Þannig að þegar Hjörtur er ekki að vinna í tölvunni svífur hann seglum þöndum eftir volgum sænum, alsæll á svip. Það er ekki að sjá að þessi hrausti og glæsilegi eiginmaður minn sé að verða fimmtugur. En þetta er hans afmælisgjöf: Að láta dreka draga sig um allan sjó í þrjár vikur. Mastercard er fyrir allt annað. Held reyndar að American Express kortið hljóti að vera sjóðheitt núna. Það er ekkert rosalega ódýrt að lifa í útlöndum á meðan krónan er svona heima. En við reynum oftast nær að elda heima.
Well well, það rennur mjög falleg og ísköld á í gegnum þorpið. Hún er full af fiski sem ég má víst ekki veiða, en ég er búin að kaupa veiðigræjur til þess að nota í sjónum næstu daga. Kristrún er alveg sjúk í að veiða alla fiskana sem hún sér í ánni og elda þá heima. Ætli það þurfi ekki að bíða þangað til við förum í Hólminn okkar fagra? En falleg er áin og fuglarnir sem þar synda:
Þessa póstkortamynd tók faðir minn í gær þegar við fórum með stelpurnar að vaða í ánni og búa til litla seglbáta úr pappa og fjöðrum sem við létum sigla niður ána. Hann er flottur myndasmiður og ég verð því að láta fljóta með eina rómantíska mynd af goðsögninni:
Alveg bjútífúl! En nú heyri ég ekkert nema hrotur í kringum mig því að í Tyrklandi er klukkan að fara að nálgast miðnætti. Vonandi bætast ekki fleiri moskítóbit við í nótt. Ég er reyndar bara komin með þrjú, en sum þeirra eru stór...eins og "fóstur" sagði Harpa. Við bíðum bara eftir því að eitthvað kvikt og komi skríðandi út úr graftarkýlunum á næstunni. Harpa er samt að toppa mig því að hún er komin með heil sex bit á sinn litla kropp! Ég held áfram að smyrja á mig eitrinu ógurlega og fæli þar með frá mér flestar moskítoflugur og eiginmanninn sjálfan. Við fórum út að borða í kvöld alveg við ána og ég er dauðhrædd um að það eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Stay tuned!
Fleiri fréttir og myndir af fjölskyldumeðlimum (já já, það vantar Helgu, Hjört og Rasmus) koma von bráðar.
Venlig hilsen
Sóla kalkúnn (turkey)
Örstutt kveðjublogg!
22.5.2013 | 22:07
Ég er ekkert að kveðja þetta bloggvesen fyrir fullt og allt, bara að segja bless við alla sem ég náði ekki að kveðja áður en ég fer til úgglanda.
Stóri dagurinn er loksins að renna upp: Diddú og Kiddú fara í fyrsta sinn í flugvél á morgun! Sigrún hefur að vísu farið nokkuð oft til útlanda, en hún man ekkert eftir því af því að það var FYRIR hrun. Þá fékk maður eitthvað fyrir krónuna í útlöndum og munaði ekkert um að kippa börnunum með. Ég hlakka því mest til fyrir þeirra hönd að fara í flugvél og upplifa heitara loftslag. Ég spái því samt að þær verði orðnar leiðar á flugvélum í lok ferðalags, því að planið hljómar þannig: Kaupmannahöfn - Istanbul - Bodrum...eða var það Marmaris? Svo mini bus til Akyaka. Þið getið gúglað litla sjávarþorpið þar sem við ætlum að dvelja. Það er ekkert voðalega túristalegt og ég spái því að fríið verði "meganæs" eins og Harpa segir svo oft...um mat, reyndar. Það verður gott að hafa alla fjölskylduna sameinaða á ný.
Það er spurning um að henda inn smá fréttapistli um það sem á daga okkar hefur drifið undanfarið? Látum okkur nú sjá.... Jú! Lokaslútt enskudeildarinnar fór fram með hefðbundnum hætti: Ofát og orðaleikir! Hér er hluti af deildinni og gómsætu eftirréttirnir:
Rissa, Ostí og Lillí - enskukennarar aldarinnar!
Svo ég haldi mig við skólaþemað, þá get ég upplýst að síðasti starfsdagurinn minn í bili var í dag. Við Síams (Ásta Lauf) höfum unnið hörðum höndum að því að uppfæra kennslubækurnar okkar og ætlum að halda áfram með þann pakka fljótlega eftir að við komum frá Tyrklandi. Ég ætla að njóta þess að vinna ekki neitt þessar þrjár vikur sem ég er í burtu - ekki einu sinni fara í gegnum stafla af skáldsögum sem gætu hugsanlega hitt í mark hjá nemendum mínum á næstu önn. Ég pakkaði bókinni Sjálfstætt fólk eftir sjálfan Nóbelshöfundinn ofan í tösku með sólarvörninni. Hún er á "bucket" listanum hjá mér, sko. Planið var líka að klára bókina Illska áður en ég færi af því að hún er svo þung og þykk, en mér sýnist að ég þurfi að taka hana með líka. Ásamt auðvitað einhverjum hlaupabókum. Maður getur enn látið sig dreyma!
Já, ég var að tala um skólann. Útskriftin var síðasta laugardag og ég samgladdist Biljönu Boloban og fleiri frábærum nemendum mínum sem voru að útskrifast. Maður á eftir að sakna þessara krakka, en það er gaman að fylgjast með þeim og sjá þá brillera annars staðar.
Jæja, svo var Eurovision um kvöldið og við höfðum það gott í sófanum, litla fjölskyldan. Ég var að fíla Holland í botn og gladdist yfir því að bróðir minn var óvart með sama smekk. Það var einhver nettur Eurythmics fílingur yfir þessu lagi. Við Bjössi erum svolítið Eydís. Kúld. Djók: Eighties.
Mjá...Kisi Jackson hefur verið óvenju elskulegur undanfarið, enda skynsamur köttur sem veit að ferðatöskur út um allt þýða að við erum að fara eitthvað. Ferðatöskur þýða í rauninni bara eitt: Rækjur frá Gunna! Ég velti því mikið fyrir mér hvað við ættum að gera við Kisa á meðan við værum úti og verið væri að skipta um eldhús og gólfefni með tilheyrandi brambolti. Ég útilokaði kattahótel því að ég held að litli taugaveiklaði útikötturinn minn yrði geðveikur á því að vera læstur inni í búri í nálægð við ókunnuga ketti. Því mun Gunni sjá um höllina á meðan, sem felst aðallega í því að sofa með Kisa uppi í rúminu hennar Bjargar og gefa honum rækjur í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Þá er tryggt að hann fari ekkert á flakk. Það er gott að eiga góða að.
"Örstutta" kveðjubloggið er senn á enda. Við verðum eitthvað nettengd í Turkey, a.m.k. Hjörtur því að hann verður einfaldlega á kafi í vinnu. Sem sökkar big tæm, svo ég tali nú eins og unglingarnir. Djók, ÉG tala svona. Maður getur ekki kennt unglingunum um allt. Ég sendi eflaust út fréttir af fiskútflutningi, mardrekaflugi, sólbruna og moskítóbitum. Vonandi ekki því síðastnefnda. Ég þoli illa moskítóbit en við erum búin að fjárfesta í eitri:
Ef þetta virkar ekki fer ég heim í fyrra fallinu og borða kisur með Rækja. Eða var það öfugt?
Góða ferð VIÐ!
Sóla og Daltúnarnir