Síðan skein sól...

...en bara í um það bil 10 mínútur í Sundlaug Seltjarnarness í dag. Molar eru líka brauð þannig að ég er bara þakklát fyrir það litla sem við fáum. Sólin lét lítið á sér kræla í Flatey og því nýttum við sólarstundirnar vel og syntum meðal annars í Grýluvoginum góðkunna:

IMG_9274_zps11aec46b

Að vísu kappklædd í blautbúningum enda sjórinn skíííítkaldur. Stóru krakkarnir voru meira í sjónum og fíluðu blöðruna alveg í botn. Hjörtur naut þess að draga börnin eftir breiða firðinum (Breiðafirðinum) og láta þau svo hendast af í kröppum beygjum. Hér eru bekkjarsystkinin og Flateyjarvinirnir Björg, Hallgrímur og Hilmar alveg á fleygiferð:

IMG_9386_zpsd902ef68

Það var alveg ótrúlegt hvað þau entust í sjónum og uppi á blöðru. Ég hef prófað þetta og fullyrði að þetta er ekki leiktæki fyrir gamlar konur. Ekki mig heldur, ungu konuna.

Talandi um bekkjarsystkin og ungar konur, þá hitti ég Önnu og Gyðu á balli í Samkomuhúsinu. Þær reyndu að fá mig út á dansgólfið en ég vildi frekar standa við barinn og gæða mér á Flahító. Hörkutól stíga ekki dans. Ekki ég heldur, nema í einstaka neyðartilfellum. En við brostum blítt fyrir Hjört myndasmið og létum okkur dreyma um bekkjarmót í Flatey á næsta ári:

IMG_9455_zpsd1bf2a94

Jóla, Anna og Gyða. HR bandið spilaði fyrir dansi og ég mæli 100% með þeirri hljómsveit! Mér sýndust 12 manns standa á sviðinu og glöggu unglingarnir horfðu með stjörnur í augum á besta saxófónleikara SK spila með bandinu. Megakúl!

Fleira gerðum við okkur til skemmtunar en að fara á dansleik. Ég, pabbi og Björg tókum þátt í "pub quiz" í Bryggjubúðinni og gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! Spurningarnar voru allar um Flatey og nágrenni og afskaplega krefjandi sumar og því kom Gyða Flateyingur eins og engill af himni ofan inn í liðið í miðri keppni og fyllti í flestar eyðurnar. Team work, ekki spurning. Verðlaunin voru ekki af verri endanum: Ljómandi falleg rauðvínsflaska sem að liðið slátraði á staðnum. Björg fékk Pepsi og var sátt við sigurinn. Nýstárlegt að hafa tvo skemmtistaði á litlu eyjunni okkar.

Bræðraminni var líka skemmtistaður eitt kvöldið þegar Mmmmmmmmiðaleikur Sólrúnar fór fram í 9. skiptið. Bjössa stuðpinna og fjölskyldu var sárt saknað en Björg gerði sitt besta til þess að halda uppi fjörinu. Það tókst með ágætum og úrslitin voru þessi: Hallgrímur 3 nammipokar, Kristrún 1 nammipoki, afi 1 nammipoki, Jólrún 2 ógeðspakkar og Hjörtur 2 ógeðspakkar. Aðeins eitt barn fór að gráta en hló svo í gegnum tárin þegar allir skiptu namminu systur- og bróðurlega á milli sín. Hér er Björg miðaleikjastjórnandi með kríu á kantinum:

IMG_9051_zps3274536c

 

Það er alltaf gaman að taka myndir af kríunni í Flatey. Hún er óvenju herská núna og ég veit ekki hvaða húmoristi tók upp á því að setja þvottasnúrur hússins svona nálægt kríuvarpinu. Maður hengdi ekki upp þvott án þess að vera með hjálm á hausnum. Pabbi lagði sig hins vegar í stórhættu, hjálmlaus og hárlaus, til þess að ná góðri mynd af kríunni. Hann slapp ómeiddur í þetta skiptið:

IMG_9041_zps6d420f6c

Svo verð ég að bæta við einni mynd af Hirti og Sigrúnu úti í kríuvarpi. Hjörtur er alveg eins og Lýður Oddsson á myndinni:

IMG_8968_zpsb6f6b72f

"Ég er alveg laaaaangflottastur og er með alveg top-of-the-line útbúnað hérna á hausnum sem ég keypti á e-bay." Krían á ekki séns í kallinn!

Nóg af kríumyndum. Enda þessa stuttu færslu á fallegri mynd sem græjukallinn tók af frumburði Sóludóttur og frumburði Ástusyni á þokukenndu júlíkvöldi í Flatey. Gráu peysurnar voru algjör tilviljun en mér finnst þetta allt tóna skemmtilega saman og vera vel heppnuð mynd:

IMG_9438_zps011c5912

En kannski er ég bara hlutdræg og finnst myndefnið fallegt. Óþarfi reyndar hjá Hallgrími að vera að standa uppi á stól, en það er önnur saga Wink.

Fyrirliggjandi næstu daga er að reyna að vinna smá í Porridge bókum, hafa ofan af fyrir litlu grísunum, græja húsið enn frekar og undirbúa sig fyrir hjólhýsaferðina miklu. Núbb... og taka lokaákvörðun um hvort að ég ætla í þessa aðgerð á ilinni eður ei.

Ég set kannski inn einhverjar myndir af eldhúsinu næst. Flestir skáparnir eru komnir en reyndar ekki borðplöturnar, en þetta verður voða fínt. Það er ótrúlegur léttir að sjá stóru verkin vera að klárast smátt og smátt. Ferlið er búið að vera langt og hundleiðinlegt, en nú förum við að sjá fyrir endann á verkinu og erum laus við ryk um öll gólf og eilífan umgang inn og út úr húsinu. Feels like home, finally. Yay!!!

Sjáumst síðar  

Sóla sólarlausa Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband