Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Random rugl

Back in the days fór maður bara inn á bloggið og hellti út úr sér einhverri vitleysu, sletti ensku í allar áttir og var ekkert að spá of mikið í myndskreytingar. Now in the days (aka nowadays) er vesenisstuðullinn orðinn svo hár að varla er hent inn status á facebook. Og ekki er ég virk í kommentakerfi DV.

Ég er samt alveg virk í þessu lífi, þ.e. í hamstrabúrinu sem ég bý í. Fer út úr litla hamstrahúsinu mínu á morgnana, hamast á hamstrahjólinu (í vinnunni) eins lengi og mér er leyft, sópa svo að mér litlu hömstrunum mínum og hjúfra mig að þeim inni í húsi. Fer svo aftur á hjólið um leið og ungarnir eru sofnaðir. Ætli þetta atferli kallist ekki bara rútína? Ég er sko ekki að kvarta. Rútínan er yndisleg. Tíminn líður gífurlega hratt og bráðum kemur vorið. Það er verst að tíminn líður líka hratt á vorin og sumrin, einmitt þegar tíminn á helst að standa í stað. Áður en ég veit af verð ég komin inn á hjúkrunarheimili og bíð eftir heimsókn dúddans með vélorfið. Það eina sem ég skil eftir er þetta blogg. Múahahaa.

Jakob Ari og Harpa brjóta þó aðeins upp rútínuna. Frekar mikil krútt bæði tvö. Heimför var frestað um tvær vikur þannig að Jakob nær að halda upp á fimm mánaða afmælið hér og næstum því fimm og hálfs mánaðar afmælið. Þau fljúga til Svíþjóðar á sprengidag og Helgu þótti það miður. Stakk upp á því að við hefðum saltkjöt og baunir á bolludaginn (á milli rjómabollanna) og klæddum okkur upp í búning um leið (af því að Harpa missir af öskudeginum). Ég stakk upp á að við settum jólatréð líka upp í leiðinni. Svo fyndin hún ég.

Sjitt...er að verða batteríslaus. Tölvan sko. Ég líka...smá. Vaknaði 5:25 í morgun til þess að fara í tabata. Ekki ný frétt. Er í svo frábærum tabata tímum hjá Óla Snorra í Egilshöll. Við Síams og fleiri góðar erum búnar að mæta þarna alla þriðjudags og fimmtudagsmorgna síðan snemma í haust. Myndi samt alltaf taka útihlaup fram yfir alla tímasókn. Núna eru komnir sjö eða átta mánuðir síðan ég hætti hlaupum út af hælnum. Hvur veit nema að maður lagist samt eitthvað með vorinu?

Random rugl er svo miklu betra en ekkert. Ætla ekki einu sinni að yfirfara stafsetninguna.

Góðar stundir.

Sóla random :)


Janúarinn - lesið til enda!

Saaajitt! Ég mundi allt í einu að ég ætti síðu á veraldarvefnum þar sem ég geymi helstu minningar fjölskyldunnar og annað fínerí. Tíminn flýgur, fullt hús af börnum og barnabörnum, kallinn á skíðum í Colorado, kötturinn alltaf heima og mér er samt kalt á tánum.

Þrettándinn? Jú, í Mosó. Kaffi hjá Sigrúnu Björk eldri og svakalega mikið með því. Brenna og flugeldar, allir mættir. Hér eru Ásgeir afi, Jólrún og nokkrir grísir:

IMG_7900

Ég á litlu gleraugnaglámana.

Sabbaló og Ásgeir djúníor voru að fíla sig við brennuna og Harpa var í banastuði:

IMG_7906

Nú er Rasmus hennar farinn heim til Svíþjóðar að vinna þannig að Harpa er einstæð móðir í kommúnu systra, stjúpmóður, blóðföður og kattarskratta. Hún er að fíla fjörið og ætlar ekki heim fyrr en í mars...og þá í viku áður en hún kemur aftur um páskana...sem eru reyndar í mars (ho ho ho).

Jakob Ari ömmudrengur er búinn að stækka og þroskast ótrúlega mikið þessa rúmlega 20 daga sem hann er búinn að vera á landinu fagra. Hann er nánast farinn að sitja sjálfur (með smá hliðarstuðningi) og er allur hinn sperrtasti. Þessi sæta mynd náðist af yngstu krílunum á heimilinu:

IMG_7935

Kristrún, Jakob og Kisi krútturass.

Jakob er búinn með þrjá tíma í ungbarnasundi hjá Lóló og stendur sig einstaklega vel. Eini nemandinn sem fengið hefur að fara í kaf og stóðst þá þrekraun með prýði. Engin mynd hefur náðst af honum ennþá í kafi, en þessi sýnir góð lokunarviðbrögð hjá krílinu:

IMG_7939

Foreldrarnir voru auðvitað mjög stoltir af kappanum: 

IMG_7951

Svo er ég líka búin að melda Kristrúnu á námskeið hjá Lóló, sem byrjar einmitt strax á eftir tímanum hans Jakob. Henni leist ekkert á þetta fyrst en var mun jákvæðari í annað sinn. Stefnan er að mæta þarna á hverjum laugardagsmorgni eitthvað fram eftir vetri og sjá hvort að hún haldi ekki áfram að sýna framfarir. Hér býður dúllan mín á bakkanum:

IMG_7957

Rólegir helgarmorgnir eru reyndar farnir út í veður og vind því að Kristrún er byrjuð í fimleikum hjá Gerplu á sunnudagsmorgnum! Ég er greinilega alveg í ruglinu maður... En hún hefur gott af þessu, elsku stelpan (ég hefði líka gott af því að sofa út einu sinni en það er önnur saga...múahahhahaha).

Af Sigrúnu Björk er það svo helst að frétta að hún fór upp á svið annað árið í röð á Nýárstónleikum Töfrahurðarinn í Salnum. Björg Steinunn var að spila með C-sveitinni en það eru líka alls konar skemmtiatriði í gangi á meðan. Beðið var um sjálfboðaliða úr salnum og Sigrún bauð sig aftur fram. Hún fékk að hoppa og skoppa um sviðið á hestbaki með nokkrum krökkum við William Tell lagið.

IMG_8004

Öll fjölskyldan (nema Óli afi sem gleymdi sér...eða var leikur í sjónvarpinu?) mætti á fremsta bekk og naut frábærrar skemmtunar. Ýmislegt gekk á, til að mynda hjá þessum tveimur köppum:

IMG_8015

Þarna er Össur, stjórnandi SK, eitthvað að bardúsa með Jóni Halldóri, básúnukennara Bjargar. Snillingar, báðir tveir! Litli stóri snillingurinn minn, hún Björg Steinunn básúna, var svo tekin í viðtal eftir tónleikana og voru óvænt birtar þrjár flennistórar myndir af henni og spilafélaga í Barnablaði Sunnudagsmoggans:

428242_10151462592065579_1813364521_n

En þetta voru nú allt saman gamlar fréttir. Einhverjar fréttir eru betri en engar fréttir, segir nýja máltækið.

Nýjustu fréttir eru þó þær að Hjörtur ákvað að stytta USA ferðina sína um tvo daga. Í staðinn fyrir að vera í heila viku ætlar hann að vera mættur í fyrramálið til þess að knúsa allar stelpurnar sínar og strákangana tvo (Jakob og Kisa)...nú og búa til nýtt sódavatn, tæma ruslatunnurnar úti, laga hilluna undir pottunum í eldhúsinu, kaupa nýjan froðuþeytara fyrir kaffið, elda hollan og góðan mat...the list is endless. Fimm dagar án Hjartar og heimilið fer á hvolf! Velkominn heim Hjörtur minn :)

Þakka þeim sem hlýddu...mér og lásu bloggið til enda (gamla trixið virkar alltaf).

Sóla svanga Grin


Jakob, áramót og afmæli Helgu

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Ég hef ekki lagt í að gera annál ársins 2012 í myndbandsformi, kannski vegna þess að ég missti allan annál ársins 2011 þegar forritið hrundi í byrjun síðasta árs. Margra klukkustunda vinna í vaskinn. Svo er maður hálf dasaður eftir flutningana. Ég sé til hvort ég geri myndaannál eða bara skrifa einn nettan einhvern tímann í janúar. Eða bæði. Eða hvorugt. Djók. Ég er orðin meira meðvituð um að það sem ég skrifa hér eru mikilvægar heimildir þegar fram í sækir, bæði fyrir gömlu og gleymnu mig og afkomendur mína. Sigrún Björk 7 ára er meira að segja farin að lesa gamlar færslur um sjálfa sig sem ungbarn.

Jólafríið einkenndist af töluverðri leti og miklum slaka varðandi sjónvarpsgláp. Auðvitað voru þær viðraðar reglulega eins og þvotturinn í gamla daga, út að renna eða í Húsdýragarðinn. Hér eru stelpurnar í kunnuglegum stellingum:

IMG_7815

 

Ekki má gleyma Kisa krúttlingi sem elskar að klóra í nýja sófann, Hirti til mikillar gleði. Kisi er enn að jafna sig á flutningunum og tekur upp á því af og til að láta sig hverfa í nokkra daga, mér til mikils ama. Hann kíkti í heimsókn í Álfatún eitt og lapti þar mjólk þannig að við sóttum hann þangað í fyrrakveld. Ég vona að hann fari að átta sig fljótlega á því að hér á hann heima og hvergi annars staðar.

30. desember kom sænski prinsinn okkar til Íslands og hann virðist ætla að verða heimakærari en Kisi. Hann Jakob Ari okkar er sem sagt mættur á svæðið, yndislegastur í öllum heiminum. Hér er hann í hláturskasti yfir geiflum Bjargar:

IMG_7809

Afinn og amman fengu það ábyrgðarhlutverk að passa kappann á gamlárs á meðan foreldrarnir kíktu í partý. Hann vaknaði ansi oft til að fá snuð (enda Sarajevo beint fyrir utan gluggann), svo gaf amma honum pelann (amma...that's me :) ) og eitthvað annað enn betra þannig að hann sofnaði loks vært í ömmufangi, litli ljúflingurinn. Hér eru afinn, barnabarnið og mamman rétt fyrir áramót:

IMG_7851

 

 

Áramótin fóru fram með hefðbundnum hætti. Bara kjarnafjölskyldan...sem er ekkert "bara" því að fjölskyldan fer ört stækkandi. Hér eru allir sestir að snæðingi:

IMG_7834

Flassið náði ekki alveg nógu langt þannig að fólkið sem situr innst er aðeins í skugga, en það verður bara að hafa það. Hreindýrstarfur sem Hjörtur skaut í haust var á boðstólum og svo tvær ístertur a la Jól'amma. Kristrún var hrædd við sprengjurnar þannig að ég sat inni og horfði á sjónvarpið og flugeldana út um gluggann til skiptis með Kristrúnu og Jakob í fanginu. Ekki amalegur félagsskapur það.

Á nýársdag spiluðum við stelpurnar Fimbulfamb, borðuðum súkkulaði og drukkum rauðvín. Eftir það hefur hugurinn verið meira og meira hjá vinnunni. Ég er búin að fá hina þokkalegustu stundatöflu (þó að hún hefði alveg getað verið betri) og svo eru hópastærðirnar ótrúlega hagstæðar, nokkuð sem ég hef ekki séð síðan kreppan skall á. 31-32 nemandi í hóp hefur verið normið en núna eru bara tuttugu og eitthvað nemendur í hverjum hóp. Reyndar ekki alveg endanlegar tölur, en mér sýnist hlutirnir vera að skána...líklega fyrir einhver mistök?

Anyways...dagurinn í gær var stór dagur fyrir Helgu Rún því að þá varð hún 25 ára. Hún er í miðjum prófum þannig að hún gerði ekkert stórt. Við elduðum hrygg fyrir kellu og Pavlovu í eftirrétt. Hjörtur var svo indæll að setja mynd af mér og henni á facebook sem ég hefði ALDREI sett á fésið (af því að ég er að gretta mig eins og mófó). En fyrst að hún er komin á veraldarvefinn læt ég hana laggó hérna líka:

IMG_7872Þetta átti sem sagt að vera mynd af henni einni en ég stökk inn á hana með mitt fagra smetti og frægu athyglissýki.

Afmælisdagur Helgu var líka stór dagur í lífi Jakobs Ara og foreldra hans: Fyrsti tíminn í ungbarnasundi! Því miður gleymdist myndavélin en við klikkum ekki á því næst. Tíminn gekk mjög vel hjá Lóló sundkennara og við vonum bara að hann fái að fara í kaf næst því að Jakob kallinn á bara þrjár vikur eftir á landinu. Það er verst að sundlaugar eru ekki á hverju strái í Stokkhólmi, a.m.k. ekki miðað við höfðatölu eins og hér á höfuðborgarsvæðinu og svo kostar líka stórfúlgu bara að komast ofan í laugarnar. Ísland er landið. Hver á sér fegurra móðurland en hann Jakob minn?

Gleðilegt ár aftur elskurnar mínar.

Jól'amma Wink

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband