Janúarinn - lesið til enda!

Saaajitt! Ég mundi allt í einu að ég ætti síðu á veraldarvefnum þar sem ég geymi helstu minningar fjölskyldunnar og annað fínerí. Tíminn flýgur, fullt hús af börnum og barnabörnum, kallinn á skíðum í Colorado, kötturinn alltaf heima og mér er samt kalt á tánum.

Þrettándinn? Jú, í Mosó. Kaffi hjá Sigrúnu Björk eldri og svakalega mikið með því. Brenna og flugeldar, allir mættir. Hér eru Ásgeir afi, Jólrún og nokkrir grísir:

IMG_7900

Ég á litlu gleraugnaglámana.

Sabbaló og Ásgeir djúníor voru að fíla sig við brennuna og Harpa var í banastuði:

IMG_7906

Nú er Rasmus hennar farinn heim til Svíþjóðar að vinna þannig að Harpa er einstæð móðir í kommúnu systra, stjúpmóður, blóðföður og kattarskratta. Hún er að fíla fjörið og ætlar ekki heim fyrr en í mars...og þá í viku áður en hún kemur aftur um páskana...sem eru reyndar í mars (ho ho ho).

Jakob Ari ömmudrengur er búinn að stækka og þroskast ótrúlega mikið þessa rúmlega 20 daga sem hann er búinn að vera á landinu fagra. Hann er nánast farinn að sitja sjálfur (með smá hliðarstuðningi) og er allur hinn sperrtasti. Þessi sæta mynd náðist af yngstu krílunum á heimilinu:

IMG_7935

Kristrún, Jakob og Kisi krútturass.

Jakob er búinn með þrjá tíma í ungbarnasundi hjá Lóló og stendur sig einstaklega vel. Eini nemandinn sem fengið hefur að fara í kaf og stóðst þá þrekraun með prýði. Engin mynd hefur náðst af honum ennþá í kafi, en þessi sýnir góð lokunarviðbrögð hjá krílinu:

IMG_7939

Foreldrarnir voru auðvitað mjög stoltir af kappanum: 

IMG_7951

Svo er ég líka búin að melda Kristrúnu á námskeið hjá Lóló, sem byrjar einmitt strax á eftir tímanum hans Jakob. Henni leist ekkert á þetta fyrst en var mun jákvæðari í annað sinn. Stefnan er að mæta þarna á hverjum laugardagsmorgni eitthvað fram eftir vetri og sjá hvort að hún haldi ekki áfram að sýna framfarir. Hér býður dúllan mín á bakkanum:

IMG_7957

Rólegir helgarmorgnir eru reyndar farnir út í veður og vind því að Kristrún er byrjuð í fimleikum hjá Gerplu á sunnudagsmorgnum! Ég er greinilega alveg í ruglinu maður... En hún hefur gott af þessu, elsku stelpan (ég hefði líka gott af því að sofa út einu sinni en það er önnur saga...múahahhahaha).

Af Sigrúnu Björk er það svo helst að frétta að hún fór upp á svið annað árið í röð á Nýárstónleikum Töfrahurðarinn í Salnum. Björg Steinunn var að spila með C-sveitinni en það eru líka alls konar skemmtiatriði í gangi á meðan. Beðið var um sjálfboðaliða úr salnum og Sigrún bauð sig aftur fram. Hún fékk að hoppa og skoppa um sviðið á hestbaki með nokkrum krökkum við William Tell lagið.

IMG_8004

Öll fjölskyldan (nema Óli afi sem gleymdi sér...eða var leikur í sjónvarpinu?) mætti á fremsta bekk og naut frábærrar skemmtunar. Ýmislegt gekk á, til að mynda hjá þessum tveimur köppum:

IMG_8015

Þarna er Össur, stjórnandi SK, eitthvað að bardúsa með Jóni Halldóri, básúnukennara Bjargar. Snillingar, báðir tveir! Litli stóri snillingurinn minn, hún Björg Steinunn básúna, var svo tekin í viðtal eftir tónleikana og voru óvænt birtar þrjár flennistórar myndir af henni og spilafélaga í Barnablaði Sunnudagsmoggans:

428242_10151462592065579_1813364521_n

En þetta voru nú allt saman gamlar fréttir. Einhverjar fréttir eru betri en engar fréttir, segir nýja máltækið.

Nýjustu fréttir eru þó þær að Hjörtur ákvað að stytta USA ferðina sína um tvo daga. Í staðinn fyrir að vera í heila viku ætlar hann að vera mættur í fyrramálið til þess að knúsa allar stelpurnar sínar og strákangana tvo (Jakob og Kisa)...nú og búa til nýtt sódavatn, tæma ruslatunnurnar úti, laga hilluna undir pottunum í eldhúsinu, kaupa nýjan froðuþeytara fyrir kaffið, elda hollan og góðan mat...the list is endless. Fimm dagar án Hjartar og heimilið fer á hvolf! Velkominn heim Hjörtur minn :)

Þakka þeim sem hlýddu...mér og lásu bloggið til enda (gamla trixið virkar alltaf).

Sóla svanga Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Inga Ólafsdóttir

Gleymdi að setja inn mynd af Helgu Rún en ég veit að hún fyrirgefur mér :)

Sólrún Inga Ólafsdóttir, 21.1.2013 kl. 22:06

2 identicon

Blogga meira, Sólrún!

Guðrún (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband