Random rugl

Back in the days fór maður bara inn á bloggið og hellti út úr sér einhverri vitleysu, sletti ensku í allar áttir og var ekkert að spá of mikið í myndskreytingar. Now in the days (aka nowadays) er vesenisstuðullinn orðinn svo hár að varla er hent inn status á facebook. Og ekki er ég virk í kommentakerfi DV.

Ég er samt alveg virk í þessu lífi, þ.e. í hamstrabúrinu sem ég bý í. Fer út úr litla hamstrahúsinu mínu á morgnana, hamast á hamstrahjólinu (í vinnunni) eins lengi og mér er leyft, sópa svo að mér litlu hömstrunum mínum og hjúfra mig að þeim inni í húsi. Fer svo aftur á hjólið um leið og ungarnir eru sofnaðir. Ætli þetta atferli kallist ekki bara rútína? Ég er sko ekki að kvarta. Rútínan er yndisleg. Tíminn líður gífurlega hratt og bráðum kemur vorið. Það er verst að tíminn líður líka hratt á vorin og sumrin, einmitt þegar tíminn á helst að standa í stað. Áður en ég veit af verð ég komin inn á hjúkrunarheimili og bíð eftir heimsókn dúddans með vélorfið. Það eina sem ég skil eftir er þetta blogg. Múahahaa.

Jakob Ari og Harpa brjóta þó aðeins upp rútínuna. Frekar mikil krútt bæði tvö. Heimför var frestað um tvær vikur þannig að Jakob nær að halda upp á fimm mánaða afmælið hér og næstum því fimm og hálfs mánaðar afmælið. Þau fljúga til Svíþjóðar á sprengidag og Helgu þótti það miður. Stakk upp á því að við hefðum saltkjöt og baunir á bolludaginn (á milli rjómabollanna) og klæddum okkur upp í búning um leið (af því að Harpa missir af öskudeginum). Ég stakk upp á að við settum jólatréð líka upp í leiðinni. Svo fyndin hún ég.

Sjitt...er að verða batteríslaus. Tölvan sko. Ég líka...smá. Vaknaði 5:25 í morgun til þess að fara í tabata. Ekki ný frétt. Er í svo frábærum tabata tímum hjá Óla Snorra í Egilshöll. Við Síams og fleiri góðar erum búnar að mæta þarna alla þriðjudags og fimmtudagsmorgna síðan snemma í haust. Myndi samt alltaf taka útihlaup fram yfir alla tímasókn. Núna eru komnir sjö eða átta mánuðir síðan ég hætti hlaupum út af hælnum. Hvur veit nema að maður lagist samt eitthvað með vorinu?

Random rugl er svo miklu betra en ekkert. Ætla ekki einu sinni að yfirfara stafsetninguna.

Góðar stundir.

Sóla random :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf gaman ad lesa, random rugl edur either :)

ingibjorg (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband