Danskir, skólabyrjun, afmæli Bröggsí og nýtt eldhús!

Hesusmariaherregudogrea hvað tíminn líður hratt og hver atburðurinn rekur annan. Danskir dagar löngu liðnir, skólinn byrjaður og Brökin á afmæli á morgun! 15 ár síðan ég gaut mínum fyrsta hvolpi! Samt er ég orðin amma og bara vika í að ömmudrengurinn verði eins árs. Jahéddnahér!

Danskir dagar í stuttu máli? Tja...4 stjörnur af 5 mögulegum. 5 stjörnu í fyrra þar sem allt gekk upp, meira að segja veðrið (minnir mig...en hvað man maður svo sem?). Frábærar nýjungar eins og lopapeysukeppni Bókabúðar Breiðafjarðar (sem ég tók auðvitað þátt í) og tónleikar á túninu á föstudagskvöldið. Endilega halda því prógrammi. Einnig var æðislegt að hafa ókeypis afþreyingu fyrir börnin um kvöldið og líka á laugardeginum í staðinn fyrir að eyða formúu í tívolítækin. Vel gert! Mínusarnir voru auglýst skrúðganga sem ekkert varð af og enginn mætti einu sinni á staðinn til þess að tilkynna forföll. Mæli með því að gamlir lúðrasveitarmeðlimir sjái alltaf um skrúðgönguna. Það var einhvern tímann gert og tókst ótrúlega vel. Appelsínugulu búningarnir eiga einmitt að vera dregnir fram við þetta tækifæri. Bjössi bró og Elvar gó rokkuðu feitt í brekkusöngnum á laugardagskvöldið og héldu uppi stanslausu stuði í 3 tíma NON-STOP og geri aðrir betur. Kribba kom, sá og sigraði með gamla Dönsku daga laginu sínu "Stykkisholm" en helv...hefði verið gaman að sjá Pál Óskar aftur uppi á sviði eins og í fyrra með flottu dansarana sína sér við hlið, svona rétt fyrir flugeldasýninguna. Hann lét því miður ekki sjá sig en var mjög öflugur á ballinu um nóttina, að því er sögur herma. Ég er náttúrulega orðin allt of gömul fyrir svoleiðis útstáelsi. Flugeldasýningin var svo ekki neitt neitt, en ég frétti daginn eftir að eitthvað hefði klikkað og sýningin hefði átt að vera mun stórfenglegri. Hún var svo ótrúlega flott í fyrra. Sum sé, fínir Danskir að baki og ég veit að þeir verða 5 stjörnu á næsta ári. Hér er ein hræðilega falleg mynd af litlu ormunum mínum sem elska Stykkishólm:

IMG_9600_zpsd0dce350

Ýkt hressar með ljósadót úr dótabúðinni!

 Jæja, skólinn byrjaður og allt crazy. Ég taldi mig vera hrikalega vel undirbúna en eitthvað er ég ryðguð ennþá, að minnsta kosti í dag. Vesen á tæknimálum setti mig aðeins út af laginu en annars hefur maður komist ágætlega frá þessu. Ég er að læra rúmlega 110 nöfn núna og reyna að átta mig á stöðunni í 30 manna bekkjunum þannig að það er mikið í gangi í kollinum á öldruðu kennslukonunni. Ég sakna þess sárt að vera ekki að kenna gömlu nemendunum einhvern huggulegan bókmenntaáfanga....svona: Ahhhhh....ég er komin heim. En reynslan hefur kennt mér að nýju nemendurnir verða gömlu góðu nemendurnir, ný tengsl myndast og sum endast kannski alla ævi. Það er nú bjútíið við þetta starf. Jamm og já.

Endalaus partý framundan og viðburðir, finnst mér. Pabbi Bjargar hélt upp á afmælið hennar í dag í Víkinni, þar sem Björg er búin að vera að vinna hálft sumarið við góðan orðstír. Smörrebröd og rjómapönnukökur synda um í sekknum núna með dassi af meltingarensímum. Næs. Á morgun verður svo elsku stelpan mín 15 ára og fær sushi í matinn í tilefni dagsins. Hún hefur hægt og örugglega verið að feta í fótspor Ástu síams, vaknandi klukkan 5:30 á morgnana til þess að fara í ræktina, hún hljóp 10 í RM og svo bakar hún alla daga og langt fram á kvöld. Hér er ein mynd af fjölskyldunni að borða bollabökur Bjargar:

IMG_9611_zps83b4907d

Þarna vantar nú einhverja úr nánustu fjölskyldu, en glöggir lesendur sjá eflaust glitta í lítinn Jakob þarna aftast ásamt Hörpu sugarbabe að ulla á Björgu bakara. Ekki tókst Jólrúnu að opna augun fyrir myndavélina frekar en fyrri daginn. Anyways, ég blogga um afmæli Bjargar næst....sem verður líklega í október, rétt áður en Sigrún á afmæli, múahahahaha.

Ég tók loksins nokkrar myndir af nýja eldhúsinu, svona áður en það verður gulnað og gamalt. Það vantar að vísu enn slatta af ljósum undir skápana en við förum nú ekki að bíða lengur með þetta. Látum bara vaða:

IMG_9667_zpseaa5d94d

Borðstofuborðið er á sínum stað en núna er komið þetta fína vinnupláss fyrir aftan. Þar græjum við stelpurnar eftirréttinn á meðan strákurinn (Hjörtur) dúllar við aðalréttinn inni í eldhúsi.

IMG_9668_zps57835277

Svolítið dimm þessi mynd en þarna sést í eyjuna, háfinn og restina af innréttingunni. Juuu, svo huggó!

 IMG_9669_zps2b1844bc

Fleiri sjónarhorn á þetta: Séð frá borðstofuhorninu. Svo sést líka í skottið á Kisa Jackson :).

IMG_9670_zps2c6d73f9

Nærmynd af "bökunarskápnum." Þetta orð hafði ég reyndar aldrei heyrt fyrr en ég kynntist Ástu. Hún er af svo fínum húsmóðurættum, fægjandi silfur alla daga.

IMG_9672_zps6dbe9d24

 Hér sést að við erum með þessa fínu flóttaleið út úr eldhúsinu, beint út á verönd.

IMG_9673_zpsac83c849

Að lokum þessi fína "loftmynd" úr tröppunum upp á aðra hæð, bara til þess að átta sig á rýminu. Þeir sem vilja rifja upp hvernig eldhúsið leit út áður geta bara farið í einhverjar færslur hjá mér síðan í desember síðastliðnum. Þetta er eiginlega ekki sama húsið, sko.

Að lokum set ég inn mynd af litla klósettinu niðri, sem var líka tekið í gegn:

IMG_9676_zps66db1757

Já já, svona er þetta nú bara. Blóð, sviti og tár og ég ætla aldrei aftur að búa í húsi sem er verið að taka í gegn. Ég flyt bara í glænýja þjónustuíbúð í ellinni!

 

Ammæli á morgun - best að fara að sofa!

 

Sóla eldhúspía Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þig nú ekki neitt á dönskum dögum, því miður! Hefðir átt að skella gömlum beinunum á Pallaballið! Gangi þér rosalega vel með ''new kids'', veit ekki með þig en ég mun sannarlega sakna þess að mæta í enskutímana hjá þér. Má ég eiga eldhúsið þitt?

kv billabong

Biljana Boloban (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 22:29

2 identicon

Ef ég elskaði þig ekki svona ofurheitt myndi ég segja þér að þegja :) En þú ert dásemd og eldhúsið líka og ég er ofurstolt af minni fyrrverandi vonandi tilvonandi tengdadóttur :) Til hamingju með hana :)

Ásta (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband