Fimm mínútur!

Er ekki kominn tími á fimm mínútna færslu á ný? Skrifa í fimm mínútur og hætta svo? Það held ég nú.

Kennslan gengur vel, allt fullt af kennaranemum og þeir eru hæstánægðir með enskudeildina. Alltaf gaman að fá jákvæða endurgjöf á starfið frá öðrum en nemendum.

Ég er með bólgur við magaopið eftir skemmtilegt "reunion" í Stykkishólmi. Við hittumst alltaf á fimm ára fresti eins og frægt er og gerum eitthvað skemmtilegt yfir daginn, borðum saman um kvöldið og djúsum fram á nótt. Sumir taka alla helgina í þetta, en gamla hróið heldur greinilega ekki út einn dag. Fyrst fengum við fræðslu hjá Haraldi snillingi eldfjallafræðingi í safninu flotta, svo fórum við upp á Þingvelli í súpu og brauð hjá Summa og Hrafnhildi, þar á eftir í kirkju og hákarl hjá Hildibrandi í Bjarnarhöfn, því næst í Leir 7 að borða krækling og drekka hvítvín og að lokum til Heiðrúnar í Bókabúð Breiðafjarðar í meira nasl og vín. Flottur pakki! Klukkutími var gefinn í að græja sig fyrir kvöldið og svo var mætt í glæsilega forrétti og drykk hjá Grétu á Hótel Egilsen. Því næst skundað á næsta veitingastað, Plássið, þar sem var etið, drekkið og skemmt sér eitthvað fram eftir nóttu. Ætli brennivínið með hákarlinum, nokkrir snafsar og vínglös hafi ekki komið meltingunni í eitthvað uppnám? Samt var ekkert tekið mikið á því þannig lagað, enda dreyfðist þetta yfir langan tíma og ég var komin nokkuð snemma í koju. Ég gisti í Galdrahúsi bróður míns og fjölskyldu og átti góða nótt.

Ein mínúta eftir til þess að tala um fjölskylduna. Hjörtur er ánægður með rokið því að þá getur hann kite-að, Helga er á kafi í hugbúnaðarverkfræði í HR, Harpa er að flytja í nýja íbúð á Lidingö í Stokkhólmi (og Jakob auðvitað með henni), Björg stendur sig vel í MH og vinnu, Sigrún var í fyrstu samræmdu prófunum og fannst það gaman, Kristrún er seig í sundinu, Kisi var úti í nótt og Gunni sleikti á mér tærnar í morgun.

Time is up!

Sóla magasýra :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband