London baby yeah!

Ekki á morgun heldur hinn förum ég og frumburðurinn til London. Ég fór IMG_6062[1]þangað í fyrsta sinn sumarið 1984 með föður mínum fallega. Þar áttum við skemmtilega viku saman, fermingarbarnið ég og faðir minn hann. Ha ha, þetta var gáfuleg setning. Pabbi gaf mér sem sagt Lundúnaferð í fermingargjöf sem var auðvitað besta gjöf sem hægt var að fá: Tími með pabba og frábær borg! Ekki vissi ég þá að ég ætti eftir að búa í borginni síðar og eiga erindi þangað ansi oft, en svona getur spilast skemmtilega úr hlutunum. Árið '94 var ég au pair í fjóra mánuði í Stanmore í London og hef haldið góðu sambandi við fjölskylduna síðan. Við skiptumst á jólagjöfum og skrifumst reglulega á þannig að planið er að kíkja í te hjá Palmer fjölskyldunni. Veturinn '95-'96 fékk ég svo aðstoðarkennarastöðu í London (sótti reyndar um Grikkland) og eyddi góðum 9 mánuðum þar við leik og störf í 3 grunnskólum (primary) og 2 framhaldsskólum (upper secondary). Svo hef ég nokkrum sinnum farið til London í tengslum við skólastarfið, þar af oftast með Ástu minni. En nú fær Björg Steinunn loks að kynnast fyrirheitnu borginni og við erum báðar alveg svakalega spenntar.IMG_6077[1]

Veðurspáin er upp á sól og blíðu nánast allan tímann, en vonandi dregur ský fyrir sólu svo að við fáum ekki samviskubit þegar við skreppum inn í búð. Björgu langar mikið til þess að kynnast undraheimum Primark og H&M en þar sem hennar eyðslufé er takmarkað á ég nú alveg von á því að IMG_6080[1]við getum líka "tanað" okkur í Hyde Park og gert fleira skemmtilegt. Planið er að njóta ferðarinnar og vera ekki of uppteknar af því að sjá "allt." Dýragarðurinn, Camden Town, vaxmyndasafnið og London Dungeons eru á listanum, en Björg er blessunarlega laus við mikinn söngleikjaáhuga (sjaldan fellur eplið...). Hins vegar mun ég leggja ríka áherslu á að hún fái að borða sem fjölbreyttastan mat. Crispy duck er efst á listanum, síðan indverskir réttir sem fá okkur mæðgur til þess að gráta saman (ekki af gleði) og valda mexikóskum brjóstsviða daginn eftir, því næst fiskur og franskar með nokkrum desilítrum af ediki út á...  Hún er reyndar spenntust fyrir "Dunkin' Donuts" sem hún fullyrðir að megi finna á hverju horni í London, þannig að við getum allt eins tekið einn amerískan dag með Dunkin og Starbucks. Kannski ég hendi inn örbloggum þarna úti á i-padinn hennar Bjargar?

Anyways, ég skreytti þessa færslu með nokkrum myndum frá blíðviðrinu síðasta sunnudag. Kristrún sjúklingur hresstist þá um stund og renndi sér nokkrar ferðir ofan í litlu sundlaugina sína með Sigrúnu stóru systur, en gafst svo upp og steinsofnaði með hönd undir kinn. IMG_6081[1]Kristrún er orðin hress núna og fór í leikskólann í gær. Sigrún er hugsanlega að taka við - alla vega illt í maganum og komin með niðurgang, en það kemur í ljós á eftir hvort að nóttin verði erfið. Ég sjálf (ef mig skyldi kalla) hef verið með stöðuga ógleði síðustu þrjá daga, en held að hún sé á undanhaldi. Nú er bara að biðja og vona að Björg Steinunn verði ekki með pestina í London því að þá er ferðin ónýt! Nei nei, hún verður hraust og þetta verður gaman! Við ættum kannski að pakka niður íslenska fánanum, just in case....sko ef Ísland vinnur Eurovision?

Goodbye Iceland!

Sóla Palmer  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun útí London! Mundu að syngja Piccadilly lagið ;) Ég man enn laglínuna en textinn er eiginlega gleymdur.

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:15

2 identicon

OMMGG hvad ég er spennt fyrir ykkar hönd ! tetta verdur alveg ossooom ! En Dunkin Donuts ?? Tad hefur alveg farid framhja mer.. :/

harpa (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:46

3 identicon

Ha ha Rannveig...ég var alveg búin að gleyma þessu með Piccadilly EN ég man textann 100% Mun syngja lagið alla ferðina! Harpa...ég gúgglaði Dunkin Donuts og sá að Björg fer með rangt mál. Það voru fjórir staðir í London en þeim var lokað árið 2002 vegna lítillar sölu. En Starbucks er þarna og ég kaupi bara einhvern huggulegan kleinuhring þar...og latté!

Sóla (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 23:13

4 identicon

Góða ferð Sóla mín,og komið heilar heim...passaðu bara að dúfurnar á Trafalgar torgi driti ykkur ekki í kaf,eins og forðum daga!!

Pabbi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 23:46

5 identicon

Góða ferð og njótið vel :)

ingibjörg (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 20:59

6 identicon

Líst vel á það, verðum að taka lagið saman einhvertíman ;)

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband