Myndir frá síðustu helgi

Nýr vettvangur kallar á meiri virkni, vonum við. Ég lofaði nokkrum myndum frá síðustu helgi og hendi þeim hér inn sem snöggvast.

Ég tók svaka syrpu af Óla Geir á KFC mótinu. Hann er mikill markaskorari en jafnframt varnarjaxl, sem er fullkomin samsetning. Hér sjáum við piltinn á flugi:

Óli skorar!

Sekúndubroti síðar söng boltinn í netinu. Og hvað söng hann? Eitthvað um Rauða ljónið, líklega.

Hér er Óli Geir að SÓLA sig og SÓLAr sig í leiðinni í gegnum vörnina...og skorar. Afsakið, er alltaf að reyna að beina athyglinni að sjálfri mér.

95bb3c76

 

Hér er kappinn svo í enn einni sókninni, sem endaði eflaust með marki. Þeir fá nú ekki langan tíma í hvern leik, þessir litlu guttar, þannig að það er ótrúlegt hversu oft Óla Geir tekst að skora þrennu á svona stuttum tíma. KR-ingar unnu alla sína leiki. Ég held því með KR í knattspyrnu þetta sumarið - alla vega 6. flokki:)

4208ae0e

 

En ég skal nú ekki gleyma mínum eigin börnum, sem hoppuðu og skoppuðu af koppum um grundir. Sigrún Björk æfði handahlaup í sveitaferðinni: 

17acb36f

 

Kristrún Eir kútveltist í kollhnís eins og henni einni er lagið: 

effe79b2

 

Þetta var rosa fín sveitaferð með leikskólanum. Við fórum á Grjóteyri við Meðalfellsvatn og fengum að knúsa og kjassa ungviðið að vild. Kristrúnu fannst heldur ekki leiðinlegt að sitja í traktornum. Kannski að hún verði bóndi? 

51b0cae3

Hjörtur photoshoppaði þessa mynd reyndar alveg snilldarlega, þ.e. snýtti litlu hornösinni eftir á. 

 

Sigrún Björk var alveg sjúk í ungana, sérstaklega af því að Ásgeir afi hennar hafði sagt henni í matarboðinu kvöldið áður að bóndinn á Grjóteyri hefði fengið ungana hjá honum. Hún sagði MJÖG hátt og snjallt öllum sem heyra vildu (og vildu ekki) að AFI HENNAR SEM HEITIR ÁSGEIR HEFÐI GEFIÐ BÓNDANUM ÞESSA UNGA. Líklega endurtók hún þessi orð um það bil 159 sinnum á 12 mínútum.

7520896e

Stolt af unganum og afa sínum!

 

Ég er enn að venjast Bloggamogginu eða Moggablogginu en þetta er allt að koma. Ég var alveg hætt að geta stækkað letrið á blogcentral þannig að sjóndaprir hljóta að fagna letrinu í þessari færslu. 

 

Takk fyrir að innlitið. Og pabbi: Takk fyrir útlitið!

 

Zola Mogg  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Inga Ólafsdóttir

Æ æ æ æ æ....eitthvað kom þetta nú vitlaust út hjá mér með myndirnar og textann! Nenni ekki að spá í það núna. Þetta flokkast bara sem byrjendamistök:)

Sólrún Inga Ólafsdóttir, 8.5.2012 kl. 21:48

2 identicon

Mjög gott blogg Jólrún. Myndirnar flottar...fékk boltamyndirnar lánaðar á feisið... þú þyrftir eiginlega að mæta á öll mót sem sérlegur ljósmyndari.. kallandsk..hefur haft þetta hlutverk...en hann á ennþá í einhverjum vandræðum með fókusinn....þú ert hins vegar svo fókuseruð eitthvað! :)

kv.B

Bjössi bró (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 22:19

3 identicon

Ég hefði nú gaman af því að mæta á fleiri mót Bjössi bró! Þessi drengur þinn er bara snillingur!

Sóla (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 10:10

4 identicon

ég er varla að trúa því að þú sért komin hingað yfir ! :)) En til hamingju með nýja bloggið og maður tekur ekkert eftir því að þú sért byrjönd ! ;)

Harpa (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband