Barnabarnið

Börnin skipa stærstan sess í lífi manns, svo mikið er víst. Sigrún og Kristrún eru rétt nýskriðnar úr egginu þegar enn bætist í safnið. Við fengum að kíkja í pakkann hennar Hörpu í gær og leist vel á innihaldið. En áður en myndin af ófædda unganum okkar er frumsýnd er rétt að fjalla aðeins um hitt litla fiðurféið okkar, bæði það sem enn er í hreiðrinu og svo burtflognu hænsnin.

17. júní eyddum við bæði í Kópavogi og Stykkishólmi. Ekkert jafnast á við Skólahljómsveit SK og skemmtiatriðin á Rútstúni, ekki einu sinni Lúðrasveit Stykkishólms og nöpur hafgolan við Norska Húsið. Stelpurnar voru græjaðar upp fyrir daginn eins og vera ber:IMG_0856

Þegar okkur var farið að leiðast þófið niðri á túni fórum við upp í Álfatún og kláruðum að pakka ofan í töskur. Svo var brunað í Hólminn þar sem við eyddum næstu dögum með öllum ungunum nema Björgu unglingi, sem vildi frekar vera heima og sinna unglingavinnunni og vinunum. Við fórum auðvitað á sjóinn með stelpunum og tengdasyninum. Hér eru Harpa ólétta og Helga létta, svaka spenntar fyrir að draga þann gula úr sjó. 

9e519c84Nóg var af þorskinum þó hann væri ekki nándar nærri eins stór og í síðustu ferð. En hann dugði í stóra máltíð fyrir stóra fjölskyldu og restina (heilan helling) fékk Beggi nágranni eins og alltaf. Innyflin fengu reyndar fýlarnir, ljónin og svartbakurinn freki:

a106e280

Þarna sést vel stærðarmunurinn á fýl og svartbak.

Eftir veiðiferðina reyndi Hjörtur enn einu sinni að pína nýja tengdasoninn. Hann setti aumingja drenginn á sjóskíði og dró hann neðarsjávar eftir endilöngum Breiðafirðinum. Það er sterkt í stráksa og hann lifði þetta af. Á meðan á þessum ósköpum stóð gengum við stelpurnar upp á Súgandisey með Hörpu bumbulínu: 

8b19ed06Sjáiði bara hvað þetta fer henni vel?! 29. ágúst er stelpan sett þannig að við hjónin eigum eftir að fara a.m.k. einn túr til Stokkhólms í haust. Krúttlegt að hún skuli búa í Stokkhólmi því að það hljómar jú nánast eins og Stykkishólmur!

Í gær fóru svo afi og amma (Hjörtur og ég) með Helgu og Hörpu í þrívíddarsónar. Faðirinn sjálfur, Rasmus Lindström, rétt missti af myndatökunni þar sem hann kom ekki til Íslands fyrr en í dag. Krílið var nú ekki á því að myndast neitt vel því að bæði hendurnar og naflastrengurinn voru fyrir andlitinu. Eftir að Harpa hafði skriðið um gólf og gert ýmsar furðulegar æfingar tókst að lokum að kíkja aðeins framan í litlu dúlluna:

IMG_0882

Svo mikið krútt! Hugsanlega pínuponsu líkt dætrum mínum? 

Til þess að halda upp á myndatökuna fórum við öll fimm á Hamborgarafabrikkuna (teljum barnabarnið ófædda auðvitað með). Harpa Svíi hafði sko aldrei farið þangað. Þau eru voða sátt, mamman og afinn tilvonandi: 

IMG_0885

Þaldégnú.

Á morgun er ég víst að fara til Halifax í nokkra daga. Hjörtur tekur mig náttúrulega með í allar bisnessferðir sem nokkurs konar "trophy wife." Hann mun eflaust landa einhverjum rosalegum díl út á mig. Ég ætla að eyða restinu af kvöldinu í að gúgla eitthvað um pleisið. I dunno nothing, eins og maðurinn sagði.  

 

Amma og afi kveðja í bili LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæt eruð þið og spennandi að fá ömmubarn!

Guðrún (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 23:56

2 identicon

Næs blogg ! Það var ótrúlega gaman að gera allt þetta með ykkur !! :)

Harpa (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband