Halifax, Nova Scotia

Við lentum á landinu bláa klukkan sex í morgun og mér reiknast svo til að ég hafi sofið 3 klst. síðustu 24 tímana. Ég er samt bulllandi hress, ótrúlegt en satt. Kannski af því að þetta var næs frí, ekkert of pakkað af plönum og þeytingi. Náði meira að segja að lesa eina bók og rúmlega það. Byrjaði á Hunger Games (kláraði Catching Fire fyrir skemmstu en var ekki heilluð...ekki segja Björgu!), las svo The Red House eftir Mark Haddon sem var býsna ólík The Curious Incident of the Dog in the Night-time (en líka frábær) og komst svo eitthvað inn í Fifty Shades of Grey eftir E.L. James. Virðist frekar ómerkileg og formúlukennd miðað við Mark Haddon, enn sem komið er. En lesfrí er gott frí!

Ég fékk líka tækifæri til þess að kíkja í búðir og gera smá afmælis- og jólagjafainnkaup. Þetta er náttúrulega glataður tími til þess að versla þvi að búðirnar eru fullar af bolum og humri (surf and turf), sandölum og sumri. En eitthvað smávegis fann gamla sem fer í pakkann hjá ungviðinu í kringum mig á vetri komandi. Við notuðum líka tækifærið og borðuðum vel, lúðu og skel. Hjörtur bjórsmakkari kannaði ýmsar tegundir, bara til þess að sannfærast meira og meira um eigið ágæti. Við duttum óvart inn á leik Ítalíu og Englands á EM og Hjörtur suðaði og suðaði í mér þangað til ég samþykkti að borða bara kvöldmatinn á staðnum svo við gætum klárað leikinn. Hér er Hjörtur við skjáinn, sáttur við málalyktir:

IMG_0904

Hvað er betra en bjór og bolti? Hnegghnegghnegg....

Við fengum alveg svakalega fínt veður á mánudeginum og notuðum því daginn vel til útsýnisferða. Hér er gamla á Crystal Crescent Beach í nágrenni Halifax. Atlantshafið blasir við:

IMG_0916

Sjórinn var reyndar ískaldur þannig að ég lét duga að kæla hælinn minn auma í öldunum.

Okkur var bent á að gaman væri að fara á stað sem heitir Peggy's Cove. Þar var afskaplega kunnuglegur og póstkortalegur viti, sem reyndist vera mest myndaði (most photographed) viti í Kanada. Hér er Hjörtur í miðju póstkorti:

IMG_0925 Vitinn og hálf...þreyttur eigimaðurinn :)

Þeir eru ekkert að skafa utan af því Kanadamennirnir:

IMG_0932 

Við ákváðum bara að sleppa því að klifra í klettunum.

 

En fegursta sjónin á svæðinu var auðvitað þessi:

IMG_0939Fljótt og jafnvel ljótt á litið virðist það vera ég sem um ræðir, en auðvitað er það þessi fallegi Plymmi...eða Dodge Neon sem fegrar umhverfið. Ó mín Svarta Þruma, blessuð sé minning þín! Kjökur.

Skiltið hjá vitanum var ekki það eina sem fældi frá á Peggy's Cove. Hjörtur ætlaði ekki að þora inn á eina veitingastaðinn á svæðinu, bara út af þessari viðvörun:

IMG_0941

Þegar mér loksins tókst að benda honum á að þetta skilti ætti ættir sínar að rekja til New Orleans, tók hann gleði sína á ný og pantaði sér einn bækling um krækling og með'í.

Eftir góða daga í Halifax við leik og störf (þetta var viðskiptaferð, remember?) var gott að knúsa krílin eldsnemma í morgun. Í tilefni Norður-Ameríkurferðarinnar var auðvitað boðið upp á gourmet morgunverð:

IMG_0951

Súkkulaði Cheerios og Banana Cheerios, beint úr Wal-Mart! Auðvitað var þessu blandað saman og mjólkin út á og þá varð til banana splitt!

Seinni partinn í dag kíktum við svo í afmæliskaffi til elskulegs tengdaföðurs míns, hans Ásgeirs afa. Auðvitað klikkaði ég á að taka mynd af hógværu afmælisbarninu, en smellti nokkrum af ólátabelgjunum (afabörnunum) í staðinn:

IMG_0959

Yngstu barnabörnin, frá vinstri: Halldór Ásgeir, Kristrún Eir, Sigrún Björk, Bríet Björk, Ásgeir Anton og Emma Björk. Kannski engin rosaleg fjölbreytni í nafngiftum, en það er sama hvaðan gott kemur!

 

Framundan eru forsetakosningar og auðvitað kjósa allir hana Þóru mína.

 

Sæl að sinni...

 

Sóla Scotia Grin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir! Stúlkan á ströndini er spes!

Pabbi (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 21:49

2 identicon

Já, mjög spes..ha ha :)

Sóla (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband