Flateyin kláruð

Það er búið að vera eitthvað tölvuvesen á minni þannig að ég hef ekki komist í blogggírinn (hvað eru mörg g í því?) fyrr en nú. Við lentum í Kópavoginum í kvöld eftir laaanga útiveru og því alveg tilvalið að nota góða internettengingu til þess að klára Flateyjarumfjöllunina í stuttu máli.

Björg Steinunn var alsæl með að komast heim í menninguna af því að þá gat hún loksins farið að hlusta á tónlist á youtube á ný. Hún fékk nú samt að hafa með sér i-pad-inn í Flatey og nýtti hann vel í að gera marga bráðfyndna trailera með börnin í aðalhlutverki. Ekki hreifst hún mjög af hugkvæmni móður hennar, sem pakkaði gerseminni vel og vandlega ofan í tösku með dúnmjúkar bleyjur  utan um:

IMG_1310

Ég verð að taka það fram að gleraugun sem hún er með á unglingsnefinu eru ekki hennar, heldur eitthvað sem hún fann í dótakassanum í Bræðraminni. Svipurinn er þó algjörlega hennar (þessi "djímammahvaðþúerteitthvaðhrikalegaklikkuðmaðurdööööööö...").

Það var sko aldeilis ekki alltaf rok í Flatey, eins og þessi mynd ber með sér:

 IMG_1316

Allir litlu grísirnir í sandkassa fyrir utan Bræðraminni.

Þrasi bróðir og Bjórlafur faðir minn voru glaðir og nettir á því allan tímann og fóru með börnin í göngutúr um eyna:

 IMG_1345

Skál!

Við fórum út á "djammið" í Flatey, sem reyndist vera söngskemmtun miðuð við smekk 80 ára eldri. Vel flutt engu að síður og allt búið, uppklapp og hvaðeina, fyrir miðnætti. Helga og unnustinn létu sig ekki vanta á djammið:

 IMG_1353

Svo dæd og dæd og dæd....

Ein gleðilegasta uppgötvun mín í Flatey var hundurinn SÓLA. Hún er núna uppáhaldshundurinn minn....á eftir Snata auðvitað.  Hér erum við Sólurnar í ljúfum leik:

 IMG_1374

Sögur herma að nafnið hafi komið til þegar eiginmaður bekkjarsystur Bjössa bróður spurði konuna sína að því hver væri mesta tíkin í Stykkishólmi. Eftir smá umhugsun svaraði hún: ....

Ég sel það ekki dýrara....

Margar sögur hafa farið af gourmet máltíðum í Bræðraminni. Ein eftirminnilegasta máltíðin var án efa dýrindis réttur ættaður úr Toro héraðinu í Mexíkó. Faðir minn er sérfræðingur í þessum rétti og hér sést hann töfra fram pottþéttan pottrétt sem hreinlega gældi við bragðlaukana og úfinn líka. Það eina sem vantaði var kínakálið, en það kemur bara næst því að þessi réttur er kominn til þess að vera á Bræðraminnismatseðlinum!

 IMG_1388

Eldað af ástríðu!

Hmm...mér finnst rétt að sýna eina mynd af Flatey í vondu veðri, fyrst að ég minntist á rokið í síðasta bloggi:

IMG_1390

Björgin á leiðinni að fjúka út á sjó? Nah...hún bjargar sér. Pun intended.

Aðalamálið er samt kríuunginn Eyjólfur sem ég minntist á í síðustu færslu. Hann fékk nafnið þegar Óli afi spurði hvort að Eyjólfur væri ekki að hressast? Svo er hann náttúrulega orginal eyjapeyji. Hann var sem sagt orðinn kaldur og líflaus þegar pabbi kom með hann í hús, en Björg bjargaði öllu með því að nudda í hann yl og troða þorskbitum ofan í kokið á honum. Á nokkrum tímum varð hann hinn sprækasti og átti athygli og ást allra í Bræðraminni. Hann kúrði í hálsakoti Bjargar, en átti þó til að skapa sér eilítlar óvinsældir af og til:

IMG_1394

Úpsí! Eyjólfur kúkarass! Honum var samt auðvitað fyrirgefið af því að hann var svo mjúkur og góður og sætur og yndislegur! Hann fór sprækur að sofa um kvöldið, en morguninn eftir var Eyjólfur ekki lengur hressi gaurinn. Björg kom ofan í hann mat sem hann ældi svo jafnóðum. Máturinn þvarr smátt og smátt og um miðjan dag var hann allur. Ég ætla ekki að fara út í sorgarferlið í smáatriðum, en get sagt með sanni að Björg tók lát hans alveg ofboðslega nærri sér. Hann liggur nú grafinn úti við hjall, með hvítan kross á leiðinu. Blessuð sé minning Eyjólfs sem gladdi okkur öll með nærveru sinni og kríuskít.

Vikan leið hratt í Flatey við leik og störf og það rættist heilmikið úr veðrinu í lokin. Bullandi blíða sem varð þess valdandi að Hjörtur fann sig knúinn til þess að henda sér í sjóinn með síðustu geislum sólarinnar:

IMG_1430

Ég var ekki alveg jafn spennt. Ég gerði þó nokkrar tilraunir en hafði bara einu sinni erindi sem erfiði. Ég fer létt með að vaða upp að mitti en kaflinn eftir það er ansi erfiður. "It's all in your head" eins og maðurinn sagði. Hann var sko Englendingur.

Hællinn og ilin eru enn í graut og ekki gat ég synt eða hjólað í Flatey þannig að ég bara hreyfði mig ekki neitt. Eins og nýjustu myndir sína er hreyfingarleysið farið að hafa áhrif á líkamsvöxt minn og útlínur allar:

IMG_1363

Eitthvað verð ég að fara að gera í þessu, for faen!

 

Næst verður fjallað um góða dvöl í Hólminum.

Laters baby....

 

Sóla tík :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er tilbúna rétti frá Toro við smökkum.....:)

Er samt með eina grátandi Heklu hérna, hvernig í ósköpunum komst Sóla sem þú þekktir ekkert upp fyrir hana á listanum?

Annars mjög flottar myndir og enn betri frásögn en best af öllu er rúsínan í pylsuendanum, þ.e. að þið séuð komin í bæinn:)

Ásta (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 15:11

2 identicon

Aaaawww....en af hverju í ósköpunum skírðirðu tíkina Heklu? Tekur eitthvað bifreiðaumboð fram yfir mig? Takk fyrir snúðana í dag snúðurinn minn:)

Sóla (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband