Blaut helgi

Ég er búin að vera að "excelast" í kvöld og eina ráðið til þess að komast út úr þeirri ferköntuðu veröld er að henda sér upp í rúm með skáldsögu í hönd, nú eða henda inn nokkrum orðum hér á bloggið. Eða bara bæði betra?

Hægt og bítandi er ég að meðtaka og jafnframt sætta mig við það að vinnan er að byrja og draumurinn á enda. Þá taka við skólamartraðirnar ógurlegu. Bara djóóók...vinnan er ágæt en sumarið bara svo undurljúft og allt of fljótt að líða. Svolítið spes að fá dumbungsveður í nokkra daga, jafnvel rigningu. Ég er orðin óvön svona veðri hér á Íslandi. Svona er maður fljótur að gleyma. Helgin var sem sagt frekar blaut á meðan Björgin og pabb'ennar spókuðu sig í blíðviðrinu á Dalvík.

Þá gerir maður bara eitthvað óvenjulegt og fer með fjölskyldunni í bíó. Við höfum gert ansi lítið af því síðustu árin og Kristrún var meira að segja að fara í fyrsta sinn í bíó, háöldruð manneskjan (hún verður sko þriggja ára 28. nóvember n.k.). "Brave" varð fyrir valinu, alveg ágætis mynd þó hún sé langt frá því að toppa margt annað sem frá Pixar hefur komið. Ég stalst til þess að taka mynd af litlu snúllu í upphafi ræmunnar:

 IMG_1570

Ægilega spennt fyrir bíóferðinni! Þess má geta að hún harðneitaði að taka niður þrívíddargleraugun eftir bíóferðina og var með þau á nefinu alveg þangað til hún fór í háttinn.

Það var heldur minna um útivist þessa helgina en oft áður. Samt verður að viðra börnin eins og þvottinn af og til þannig að við skruppum út á róló með regnhlífar. Hér eru tvær Mary Poppins:

IMG_1577Þær vita að vísu ekki hver Mary Poppins er en eitt youtube "session" gæti alveg bjargað því.

Sigrún Björk var svo góð að tína fallegan villiblómvönd handa nágrannakonunni sem var að detta í sextugt:

 IMG_1583

Ossafínn blómvöndur!

Það var sérlega gaman að fá Sólveigu vinkonu og nágranna í heimsókn á sunnudagsmorgni. Hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs í fyrra en er nú komin heim aftur, glöð og kát og reynslunni ríkari. Hún borðaði alveg yfir sig af vöfflum, enda hefur hún ekki smakkað slíkt góðgæti í áraraðir!

Við enduðum sunnudaginn blauta á því að mæta óvænt á Saffran á Dalvegi þar sem Helga er að vinna núna. Fjölskyldan fór sem sagt út að borða og líkaði holli og góði maturinn mjög vel. Hér er Kristrún með ýkta myndavélabrosið sitt og Hjörtur, fjarrænn að vanda, að hugsa um næstu flugdrekaferð. Hann telur þetta hafa verið langbesta veðrið í sumar því að loksins gat hann "kite-að" heila fimm daga í röð. Rokið rokkar!

 IMG_1585

Eins og áður sagði var maturinn prýðisgóður og þjónustan svo enn betri. Helga er fyrirtaks þjónn, eins og sést á þessari mynd:

 IMG_1590

Þvílíkt bros, þvílík fagmennska! Við gleymdum reyndar að "tipsa" hana en bjóðum henni í mat annað kvöld í sárabætur.

Næst verða sagðar fréttir frá Stykkishólmi. Spáin er góóóóð og þetta verður eflaust huggulegt og fínt. Hjörtur ætlar að tæma kjallarann og flota gólfið og ég reyni að pússa húsið vel áður en ég skila því af mér til eigandans...ég meina leigjandans. Ég hef víst ekkert að gera í RM þetta árið (frekar en síðustu fjögur árin...buhuuu) því að hællinn er ekki enn orðinn góður. Hann virtist á batavegi en svo kom heldur leiðinlegt bakslag. Ég held því áfram að hjóla og góla enda heiti ég Sóla og er dóttir hans Óla og vinn uppí skóla sem er umvafinn njóla.

Jæja....venlig hilsen!

Súle danske :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður að laga þetta með Mary Poppins. Hún er enn í uppáhaldi hjá mér. Á hana á DVD getur fengið hana í láni. Man reyndar ekki hvort að það sé íslenskur texti.

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 23:56

2 identicon

Það verður víst að vera íslenskur texti...helst íslenskt tal, ha ha. Þú reddar því :)

Sóla (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 21:26

3 identicon

Ég kem bara og leik myndina fyrir ykkur ;)

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 00:35

4 identicon

Ha ha :)

Sóla (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband