Korter í afmæli!

Æ og ó...long tæm agó! Vinnan er greinilega byrjuð með 100 nýjum nöfnum að læra og baráttan við yfirlið í hita og svita í stofunum er helsta áhugamálið. Ég ætlaði sko aldeilis að gera Dönsku dögunum 2012 góð skil, svona fyrir fjölskylduna að grafa upp síðar meir, en verð víst að segja frá þessari helgi í stuttu máli þar sem nóttin er að skella á. Í stuttu máli voru Danzkir sérlega yndislegir í ár. Veðrið spilaði eflaust stóra rullu og líka það að við tókum meiri þátt í kvölddagskránni en oft áður. Undanfarið hef ég bara kíkt aðeins á markaðstjaldið á laugardögum og svo á flugeldasýninguna um kvöldið. Núna vorum við hálfpartinn dregin á Sundebakken á föstudagskvöldið að hlusta á Bjössa bró, Sigga Sigurþórs og fleiri snillinga taka lagið. Sáum sko ekki eftir því. Kvöldið eftir var auðvitað skyldumæting þegar Bjössi og bandið góða héldu uppi stuðinu í þrjá tíma niðri í bæ. Rúsínan í pylsuendanum var svo Páll Óskar sem tryllti lýðinn með frábæru sjóvi þar til flugeldasýningin brast á. Sýningin sú var líka kapituli út af fyrir sig; sú besta til þessa enda var Atlantsolía að stimpla sig inn í bæjarfélagið með því að greiða fyrir flugeldasýninguna. Stelpukrílin skemmtu sér vel og gaman fannst mér að sjá gömlu rólurnar af spítalarólónum í fullri notkun:

IMG_1660

 

Nú...margt annað hefur á dagana drifið síðan síðast þó að maður muni ekki helminginn þegar svona langt líður á milli blogga. Jú...hitti Bjöggó aus dem Österreich sem bauð nokkrum góðum vinkonum á Gló. Helgin er líka búin að vera "busy" með eindæmum. Afmæli hjá Hallgrími Ástusyni á föstudag, matarboð hjá Huldu Karen og Guy í gærkvöld (þau bjóða alltaf upp á grískt lamb, sem er skemmtileg hefð), "brunch" á Hótel Borg í morgun í tilefni 14 ára afmælis frumburðar míns og vinkonuhittingur (með börnum) með Doktor Ingibjörgu og Guðnýju Ástu úr enskudeildinni allan seinni partinn. Partý partý. 

Björg Steinunn verður sem sagt 14 ára á morgun og því fannst pabba hennar tilvalið að bjóða fjölskyldunni sinni á vinnustað sinn á Hótel Borg. Hér er hluti af fallegu föðurfjölskyldunni hennar Bjargar minnar: 

IMG_1732

Hildur, Sara, Rikki, Gunnar (gerpi), Björg Steinunn (rangeygt gerpi), Brynja og Björg Steinunn eldri.

Afmælisgerpið fékk þessa fínu köku sem að pabbi hennar fyrirskipaði alveg sjálfur að skyldi bökuð fyrir dóttur hans: 

IMG_1725

Best að fara snemma að sofa svo að öll fjölskyldan verði spræk í fyrramálið þegar afmælissöngurinn verður kyrjaður!

Björg lengi lifi! Húrra húrra húrra HÚRRA!

 

Sóla afmælisbarnsmóðir :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn !! :D

Harpa (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 08:50

2 identicon

Tack so mycket!

Sóla (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband