Þegar litli okkar Lindström fæddist...

...í Stokkhólmi, Svíþjóð (af hverju ekki Stykkishólmi, Íslandi?) skein sólin í Kópavogi glatt. Sunnudagur til sælu var einmitt það sem mamma hans, hún Harpa litla, hafði óskað sér. Óskabarnið byrjaði að banka á fylgjuna snemma morguns og fjölskyldan í Álfatúni fylgdist spennt með úr fjarlægð, með hjálp Skype og sms-a. Kornungir foreldrar leiddu tveggja og sex ára stúlkubörn sín um Elliðaárdalinn, fóðruðu kanínur á brauði og veiddu laxa í ánni, nánar tiltekið laxaseyði í háf sem var sleppt stuttu síðar. Yndislegur dagur, 2. september 2012. Klukkan 22:45 að sænskum tíma voru kornungu foreldrarnir orðnir að háöldruðum afa og aðeins yngri ömmu. Fæðingin var alveg í takt við meðgönguna: Gekk eins og í sögu! Tæpar 16 merkur og 53 sentimetrar af fegurð og gáfum:

jakob

Við vorum ekki alveg viss um hverjum hann líktist í fyrstu, en við erum ekki frá því núna að við sjáum svip af móðurinni. Ekki leiðum að líkjast. Allir afarnir og ömmurnar og langafarnir og ömmurnar (það eru þó nokkuð mörg sett í kringum þennan elskaða dreng) eru í skýjunum með þessa yndislegu viðbót.

Til hamingju elsku Harpa og Rasmus. Lífið er svo gott.

 

Sól'amma :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með barnabarnið gamla

Júlíana (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:19

2 identicon

Yndislegt. Endalaust til hamingju með strákinn sem fæddist á afmæli tengdapabba:)

Ásta (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:54

3 identicon

Til lukku með ömmutitilinn :)

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 23:22

4 identicon

Tack tack :)

Sóla (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband