Ísland - Noregur

Ansi skemmtilegt að það skuli hittast þannig á að Ísland spili landsleik við Noreg í knattspyrnu annað kvöld. Á sama tíma verður nefnilega hittingur rúmlega hundrað Norsara og nokkurra Íslendinga á Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Tilefnið er að sjálfsögðu samhristingur fyrir brúðkaup Tinnu Kúld (lille söster) og Marius Husby sem verður laugardaginn 8. september 2012 í Stykkishólmskirkju. Undirbúningur er búinn að standa yfir í meira en ár og öllu er til tjaldað. Stórveisla á hótelinu og ball á eftir! Veislustjórar (toastmasters) eru engir aðrir en ofursystkinin Þrasi og Jóla (aka Bjössi og Sóla)! Það verður eitthvað... Presturinn sem gefur þau saman er að sjálfsögðu stjörnuklerkurinn Jóna Lovísa Jónsdóttir. Þetta kalla ég góða nýtingu á systkinum! Nú er bara að vona að allir komist heilir frá þessu öllu saman, svei mér þá. Jú jú...þetta verður í lagi. Brunum westur á morgun með alla fjölskylduna. Áfram Ísland - Heia Norge!

 

Yola :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibbí, góða skemmtun, knúsaðu þau frá mér.

Ásta (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 05:14

2 identicon

Will do :)

Sóla (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband