Lognið á undan storminum!

Segi nú bara svona. Ekkert rosalegt að fara að gerast, nema það að 93 formlegar rökfærsluritgerðir koma inn á mitt borð á miðvikudaginn. Ef ég ætla að segja eitthvað á þessum vettvangi verður það að gerast núna, eða eftir viku þegar ég kemst út úr vinnutörninni og verð viðtalshæf á ný.

Ég var á þönum í síðustu viku við að minnka draslið í geymslunni svo að draslið í íbúðinni gæti farið þangað niður. Við þurfum nefnilega að selja íbúðina okkar fínu til þess að geta staðið við stóru skuldbindingarnar í Daltúninu. Vonandi gengur það ferli allt saman fljótt og vel, þó að markaðurinn sé frekar erfiður um þessar mundir. Hver vill ekki hafa besta útsýni í heiminum út um eldhúsgluggann? Mikið á ég eftir að sakna þess! En maður fær eflaust eitthvað annað gott í staðinn með flutningunum. Núna verður til dæmis meira pláss til þess að taka á móti barnabarninu þegar það kemur í heimsókn frá Stokkhólmi. Vííí!

Ég var líka önnum kafin við að fara yfir verkefni í síðustu viku þar sem enginn var tíminn um helgina. Ég fór nefnilega með Ástu og Björgu í æfingabúðir Skólahljómsveitar Kópavogs á Laugaland í Holtum. Þar stússuðumst við alla helgina ásamt tveimur öðrum foreldrum (og 11 mánaða Ríkharði) við að elda ofan í og hafa umsjón með yfir 60 hljóðfærasnillingum. Þetta gekk allt ljómandi vel fyrir sig þó að ég hafi verið orðin frekar fótafúin í lokin (löppin enn að stríða mér, buhuuu). 

24. september er merkisdagur fyrir margra hluta sakir. Margir lífs og liðnir sem fæddust þennan dag og nú er líka áratugur síðan mamma dó. Engin ástæða til annars en að vera glöð í dag sem aðra daga, vera þakklát fyrir það liðna og allt sem framundan er. Að ég tali nú ekki um núið.

Gangið á Guðs vegum...þó þeir séu órannsakanlegir.

YOLO :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, það eru liðin 10 ár, ótrúlegt!

Takk fyrir dásamlega samveru um helgina en Hallgrímur var líka með okkur í æfingabúðunum þótt hann sé lítill og sjáist illa;)

Mundu svo að ég er ekki enn búin að jafna mig á því að þú ætlir að fjarlægjast mig svona mikið.

Ásta (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 17:59

2 identicon

Ha? Hallgrímur? Ég var nú ekki mikið vör við hann :). En þú bara flytur í Daltúnið líka, ekki spurning!

Sóla (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband