Litli Lindström skírður

Ég veit að það er ljótt að vera ekki búin að gera fína afmælisdeginum hennar Sigrúnar Bjarkar góð skil hér á blogginu áður en ég fer að tala um eitthvað annað, en fyrst ég er hérna í Svíþjóð og loksins tími til þess að setjast niður og skrifa nokkrar línur verð ég bara að veita litla Lindström smá forgang.

Það var yndislegt að hitta og knúsa litla krúttið á flugvellinum í Stokkhólmi. Hann er svo ægilega góður eitthvað og yndislegur. Við kíktum aðeins niður í miðbæ í gær til þess að spóka okkur og versla og hann svaf allan tímann. Svo fórum við í matarboð til pabba og stjúpmóður Rasmus um kvöldið og átum á okkur gat. Dagurinn í dag fór í að græja sushi og undirbúa skírnina. Þegar allt var að verða klárt náðu afi og litli Lindström aðeins að hvíla sig saman: 

IMG_7403

Svo komu gestirnir, sem voru reyndar ekki svo ýkja margir. Tveir vinir Rasmus og svo fjögur sett af öfum og ömmum - plús danska langamman. Það var gaman að fá að klæða litla engilinn í gamla skírnarkjólinn sem að allar systurnar nema Björg Steinunn hafa verið skírðar í. Það eru ekki nema tæplega þrjú ár síðan Kristrún var skírð í honum. Hér er Sól'amma með litla gullmolann í skírnarkjólnum: 

 IMG_7421

Er hann ekki sæææætur?

 

Skírnin sjálf var yndisleg. Sænska séra Lovísa (næstum því eins og systir mín) stóð sig frábærlega og tók eitt nett Lion King atriði í lok skírnar:

IMG_7445

Hér er Simbi litli Lindström!

 

Drengurinn var reyndar skírður Jakob Ari. Jakob út í bláinn en Ari eftir mér og Völu ömmu hans. Okkar starfstitill er kennARI so it goes without saying...

 

Restin af deginum fer svo í að borða meira sushi og dáðst að drengnum. Ég ætla að kíkja aðeins í búðir á morgun og svo ætlar Hjörtur að elda elg um kvöldið. Síðan er bara flogið til Íslands á mánudaginn og fríið búið. Þá fer maður bara að telja niður dagana þangað til Jakob Ari og foreldrar hans koma í heimsókn um áramótin. Þá verður hann reyndar hjá okkur í heilan mánuð, sem er bara yndislegt. 

 

Ja, livet er bra!

 

Súla svenska Wink 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndarlegur drengur hann Jakob Ari og nafnið fallegt!

Sólveig (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 19:58

2 identicon

Yndislegt, til hamingju með nafnann:)  Er hann þá líka skírður í höfuðið á mér? En huggulegt af þeim að gleyma ekki síams.

Ásta (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 09:54

3 identicon

Þetta var alveg yndislegt og takk enn og aftur !! Jakob var mjöög glaður að sjá ykkur og saknar ykkar strax

Harpa (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband