Hrekkjavökuafmæli Sigrúnar Bjarkar

Warning: This blog contains too many photos!

Þá er amman komin heim frá Stokkhólmi og aftur orðin "bara" mamma. Móðurhlutverkið er samt veigameira hlutverk eins og sást mjög greinilega þegar við kysstum litla Jakob Ara og foreldra hans alltaf góða nótt fyrir miðnætti á meðan þau máttu vaka áfram þangað til að ungviðinu þóknaðist að sofna. Alltaf 24/7 hjá mömmunum á meðan þreyttar ömmur fá sinn fegurðarblund. En öll eru þau þó jafn mikilvæg, þessar yndislegu elskur.

Ég veit að Sigrún Björk fyrirgefur mér síðar meir þegar hún sér að umfjöllun um skírn Jakobs Ara fékk forgang á blogginu mínu. Hún er skilningsrík og þolinmóð ung stúlka sem kann að meta dugnað móður sinnar þegar kemur að því að halda upp á afmælið hennar (nú er ég að reyna að sleikja hana upp).

Síðast var prinsessuafmæli en þar sem Sigrún Björk er orðin sjö vetra gömul þótti tilvalið að fara í eitthvað meira "fullorðins" og varð því hrekkjavökuþema fyrir valinu. Sigrún er svo heppin að eiga pabba sem er alltaf nýkominn frá USA rétt fyrir afmælið hennar þannig að hann getur sett ýmislegt ódýrt góss í ferðatöskuna sína. Þessi hrekkjavökuborðbúnaður sómdi sér vel á veisluborðinu:

IMG_7325

Erfiðara var að koma með skyndi-hrekkjavöku-bita heim þannig að húsmóðirin þurfti að leita að innblástri á netinu og víðar. Þessir blóðugu, plástruðu fingur voru í boði hússins:

IMG_7326

Einfalt að gera: Bara tálga neglur á pulsurnar, vefja tortillu utan um og hita í ofni.

Ég hafði pantað stóra könguló til þess að hengja í loftið en ekki skilaði hún sér frá Amazon...fljótinu. Eftir hvatningu frá Helgu stóru systur lagðist húsmóðirin í föndur:

IMG_7329

Tveir ruslapokar og Karlotta könguló komin upp í loft!

 

Köngulær eru alltaf ógeðslegar þannig að möffins, lakkrísreimar og spælegg voru alveg málið:

IMG_7331

Svo komu gestirnir í brjáluðu stuði, allir klæddir í hrekkjavökubúninga (nema tvær):

IMG_7340

Nornabúningurinn var í tízku þetta árið :)

Hér sést svo sjálf afmælisnornin (til vinstri) í djúpum samræðum við nornavinkonu sína:

IMG_7361

Veitingarnar voru allar mjög ógeðslegar. Fátt toppaði þessa drulluormaslímköku:

IMG_2027

Afmæliskakan sjálf var samt heldur settlegri og meira í stíl við afmælisbarnið sjálft:

IMG_2029

Fleira var svo á boðstólum eins og illilegar pizzur og graskerlagaðar gulrætur, en það sem sló mest í gegn var þurrísinn í drykkjunum. Hér er Kristrún Eir krútturass að dást að þurrísnum:

IMG_7379

Gufan flæðir draugalega yfir gólfið, en flæddi líka mjög draugalega upp úr blóðrauðum drykkjum afmælisgestanna. Það þarf varla að taka það fram að Kristrún Eir harðneitaði að vera ljót og skelfileg í afmælinu og kaus frekar að vera snyrtileg prinsessa. Hún vex nú upp úr því áður en fiskur nær að draga andann.

Sem sagt, alveg ljómandi fínt afmæli og gestirnir skemmtu sér vel. Já, eiginlega svo vel að hljóðhimnan sprakk í einu afmælisbarninu, spegillinn í forstofunni brotnaði og hálft tonn af fötum af nornum og skrímslum fundust á víð og dreif um húsið þegar forynjurnar höfðu yfirgefið staðinn. En það er nú bara eins og vera ber. Ég var samt að spá í að hafa skákþema í næstu afmælisveislu :)

Afmælisbarnið var ánægt og það er fyrir mestu. Hér er nornin komin úr búningnum daginn eftir, tilbúin að blása á kökuna á sjálfan afmælisdaginn:

 IMG_7390

Kristrún fylgist ábúðarfull með stóru systur sinni. Nú er stutt í að Kristrún verði þriggja ára. Mikið á ég stórar stelpur (og pííínulítinn ömmustrák!)!

Aukafréttir Jólrúnar: Ég er enn með stóra marbletti eftir hjólabyltuna en virðist ekki ætla að bera neinn varanlegan skaða af. Svo er mér líka óhætt að segja frá því núna að íbúðin okkar seldist nánast daginn sem hún kom á sölu! Við vorum bara að bíða eftir staðfestingu á því að kaupendurnir hefðu staðist greiðslumat og núna ætti því allt að fara að verða klappað og klárt. Flutningar í desember en nóg að gera fram að því við að klára önnina (busy busy), halda afmæli, gera hitt og gera þetta. Og svo blogga auðvitað smá.

Stay tuned!

Zola Sieben LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo frábær mamma elsku sys! Verst að hafa misst af þessari veislu, hefði sko alveg verið til í að vera fluga á vegg :-)

Lúlla sys (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 23:39

2 identicon

Þetta er rúmlega schnilld hjá þér Jólrún! :)

Bjössi bró (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 09:05

3 identicon

Snilldar afmæli !

Harpa (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 16:51

4 identicon

Ekkert smá flott afmæli og brilljant veitingar! Karlotta könguló ber samt af ;)

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband