Bráðum...

...flytjum við í nýja húsið! Við fáum afhent á mánudaginn og upp úr því byrjar stuðið. Reyndar verður aðaláherslan lögð á að mála efri hæðina áður en flutt er inn því að meirihlutinn af neðri hæðinni fær að bíða fram á næsta sumar, ef einhver peningur verður þá til. Hjörtur verður að finna fleiri fiska í sjónum og ég að koma fleiri nemendaígildum í gildi um og eftir páskafrí. Stefnt er að því að breyta '81 eldhúsi í tvöþúsund-og-tólf-eldhús. Ég hef fengið þá áskorun að gera myndband í stíl Ásgeir Kolbeins og Arnars Gauta (Innlit-Útlit) og nota lýsingarorðin "ógeð" og "viðbjóður" - en ég held að ég segi bara pass. Ég er orðin spennt fyrir því að sitja inni í lokuðu eldhúsi í litlum krók og hafa það bara rosalega huggulegt eins og í gamla daga. Ég þyrfti að brenna upp einn filterslausan Camelpakka til þess að ná stemmningunni alveg fullkomlega. Kannski smá Salem Lights líka. Þá mun andi (mökkur) mömmu og Báru Jóns á Ægisgötunni back in the Stykkis svífa yfir vötnum. Anyways, þó við séum "bara" að fara að mála núna verða flutningarnir örugglega mikið verkefni. Pæliðí samt í því hvað allt verður hreint og fínt fyrir jólin (ef allt gengur að óskum). Spennó spennó...

Nú er bara vika eftir af kennslunni í skólanum og allt að smella saman. Uppskeran verulega góð hjá mörgum nemendum og svo þarf bara að sparka aðeins í rassinn á hinum. Mér sýnist líka á öllu að skólastelpunum mínum gangi ágætlega. Alla vega eru þær glaðar og ánægðar, bæði á Grænatúni og í Snælandsskóla. Í síðustu viku var bekkjarkvöld hjá Sigrúnu. Hér er hluti af bekknum að syngja falleg lög: 

IMG_2109

Talandi um fallegan söng...sem yrði samt útúrdúr. Við hjónin buðum pabba og Björgu Steinunni á Todmobile tónleikana síðasta föstudag. Við áttum sæti á fremsta bekk fyrir miðju sem var nú ekki leiðinlegt upp á útsýnið:

IMG_2156

Reyndar sá ég ekki nema þriðjung af 70 manna hópnum sem var með þessum snillingum á sviðinu fyrr en í uppklappinu í lokin. Björg fylgdist þó grannt með aðförum básúnuleikaranna og hafði mjög gaman af öllu saman.  Eftir tónleikana fórum við í afmælispartý til Ernu mágkonu en stöldruðum stutt við þar sem Hjörtur var kominn með magapest. Hann eyddi svo allri nóttinni í gubberí og annað fínerí. Ég tók við af honum daginn eftir og tókst að láta ógleðina endast í heila fimm daga, sem var heldur óskemmtilegt. Ég held að annar hver maður sé búinn að vera með þessa pest. Diddú og Kiddú fram og til baka og svo lokaði Björg Steinunn þessu snyrtilega með því að sprauta yfir næstum því allt í herberginu eina nóttina. Gott að þetta er búið!

Mjámjámjá...líka bekkjarkvöld í þessari viku, í þetta sinn hjá Björgu. Ekki eins fjölmennt og hjá Sigrúnar bekk, enda virðast foreldrar hætta að vilja fylgja börnum sínum á bekkjarkvöld þegar þau eldast. Eða kannski vilja börnin ekki hafa foreldrana með? Eða kannski er þetta allt saman einn heljarinnar misskilningur? Ég ætla alla vega að mæta á öll bekkjarkvöld hjá börnunum mínum og hafa gaman. Tja...ég neyðist reyndar til þess að mæta alltaf vegna þess að ég er bekkjarfulltrúi (það er ákveðinn lífsstíll sem ég tileinkaði mér eftir að ég kynntist Ástu). Gaman saman. Hér er mynd af vinum Bjargar á bekkjarkvöldi:

 AIMG_2182

Allir sveittir og svangir eftir mikið stuð!

Ég er eitthvað svo rugluð í kvöld. Ég ætlaði að nota kórsöng Sigrúnar sem stökkpall fyrir umræðu um stórkostlega tónleika Skólahljómsveitar Kópavogs en endaði svo í einhverju gubbupestarvæli. SK og gubbupest eru andstæður miklar. Ég get svo guðsvarið það (innsog) að eitt af því besta sem ég hef gert er að flytja í Kópavoginn og setja barnið mitt í skólahljómsveitina. Gæsahúðin sem ég fékk þegar C-sveitin spilaði "Bohemian Rhapsody" er engu lík! Ég ætla rétt að vona að Diddú og Kiddú feti í fótspor systra sinna (Helgu þverflautu, Hörpu trompets, Bjargar básúnu) og afa (Óla klarinetts, saxófóns, trommu, etc...) og spili í lúðrasveit. Love it!

Ég blogga svo sjaldan að ég er alltaf að tjá mig um löngu liðna atburði. Því finnst mér sniðugt að henda inn mynd af Björgu sem tekin var í gær:

 IMG_2184

Þarna var hún að smakka Tab í fyrsta sinn og upplifunin var einstök! Hmmm...átti að minnsta kosti að vera það. Þetta var nú minn uppáhaldsdrykkur og varð ég því fyrir djúpum og sárum vonbrigðum þegar barnið fann engan mun á Tab-i og Pepsi.  Bragð er að þá barnið finnur...blah! En ástæðan fyrir því að barnið heldur svona fyrir ennið á sér er að augabrýrnar eru ekki nógu fínar. Þetta er einmitt það sem ég var að spá í þegar ég var 14 ára. NOT. Hvað er annars með þetta augabrúnablæti hjá íslenskum konum? Maður þekkir þær langar leiðir að í útlöndum, bara á kolsvörtum og örmjóum augabrúnum, jafnvel þó að hárið sé snjóhvítt. Spez tízka.

Well well...hef enga stjórn á þessu letri hérna. Fyrst var það stórt og svo minnkaði það. Alveg eins og hárið á Hirti.

Písát.

Jóla Óla Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Definition of "waste of time": nota desember 2012 til að breyta eldhúsinu í 2012 eldhús og svo pang....nokkrir flugeldar og 2013 komið og innrétting strax orðin úrelt :)

Börkur (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 22:58

2 identicon

Ég er einmitt líka að fara að flytja, vííí :)

Gangi ykkur vel í öllu stússinu - þetta er bara stuð :)

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 23:08

3 identicon

Mikið hlakka ég til að taka þátt í flutningunum, hvenær á ég að mæta? Takk fyrir samveruna á bekkjarkvöldunum, þú ert dásemd :)

Ásta (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 10:14

4 identicon

gangi ykkur vel ad flytja

ingibjorg (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 01:17

5 identicon

gott blogg að vanda :)Ég man ekki eftir því að tab sé eitthvað sérstakt á bragðið :/

Mér finnst vanta teljara á síðuna þína !

harpa (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband