Nýja húsið...

...eða smá partur af því alla vega. Hlutirnir eru ekki alveg klárir enn og alltaf eitthvað verkefni í gangi. Í dag var verið að mála þvottahúsið og setja saman hillur til þess að hafa þar. Ég slökkti líka á símanum og tölvunni hjá Hirti í klukkutíma í morgun svo að við gætum klárað að hengja upp myndirnar. Rússneskar ljósaperur úti um allt, en þetta mjatlast einhvern veginn áfram. Þurfum að drífa það af að kaupa sjónvarpssófa til að hafa uppi (svo að einhver nenni nú að horfa á sjónvarpið) og þá ættu nú húsgagnakaup að vera búin í bili. Reyndar er ekki mikið um ný húsgögn, svei mér þá. Nýtt rúm fyrir Björgu (seldum það gamla) og...og...svo bara  sófinn sem eftir er að kaupa. Eins og áður sagði vorum við ekki lengi að fylla húsið með dótinu okkar úr Álfatúni. En ég var að djóka með að við værum að leita að stærra húsi. Hjörtur er búinn að plana að drepast hérna svo að hann þurfi ekki að sjá um að flytja aftur. Ætli ég þurfi þá ekki að fylgja sama plani og leyfa börnum og barnabörnum að rífast um draslið. "Vilt þú eiga þetta?" - "Nei ómögulega takk."

Ég lofaði myndum, en verð að viðurkenna að ég hef ekki verið dugleg að fanga ferhyrnd rýmin á filmu. En hér er ein stafræn síðan í síðustu viku, svona í tilefni þess að Björg tók loksins til:

IMG_7608

Björg er unglingur og þess vegna má andlit hennar ekki birtast á bloggsíðu aldraðrar móður hennar. Ég man þá tíð þegar ég mátti birta mynd af henni í baði og hvaðeina. Those were the days... Þarna sést í nýja rúmið sem hægt er að stækka í tvíbreitt með einu handtaki. Ótrúlega svalt. Enn á eftir að ákveða hvað fer á gula vegginn. Myndir? Hillur? Píanó?

Hér sést í skrifborðið og hillurnar. Við hliðina er fataskápurinn og beint fyrir aftan ljósmyndarann eru fínar hillur sem Helga á og geyma núna 179 naglalökk, 12 ilmvötn og fleira alveg bráðnauðsynlegt. Ég á ekkert naglalakk og ekkert ilmvatn. Nei nú lýg ég. Björg gaf mér ilmvatnsprufu í dag. Það endist mér út árið...2013.

 IMG_7611

Ég tók auðvitað mynd af fyrstu "skyldumætingunni", þ.e. þriðjudagsdinnernum, sem var í síðustu viku. Allir glaðir á þessari mynd:

 IMG_7613

Við sitjum vanalega í litla eldhúsinu okkar og borðum, sem er ótrúlega notalegt og venst furðu fljótt. Þessa mynd átti ég í safninu frá síðasta föstudegi, þegar Kristrún, Sigrún og vinkona þeirrar síðarnefndu voru að baka og skreyta piparkökur:

 IMG_7626

Þarna sést í eldhúsbekkinn sem fylgdi með innréttingunni. Hann er einstaklega þægilegur. Hann fær víst að fjúka þegar eldhúsið verður tekið í gegn á næsta ári, nema að mér takist að finna not fyrir hann í húsinu. Ég hef augun opin!

Hjörtur tók þessa mynd í gærkvöld af fínu jólaseríunum sínum sem skreyta núna Daltúnið:

 IMG_7633

Þá er ég loksins komin í myndirnar sem ég tók áðan. Hjörtur er komin með langþráða vinnuaðstöðu í stóru horni innaf stofunni. Eiginlega er það ég sem fagna aðstöðunni meira en Hjörtur, því að eldhúsborðið var ávallt þakið pappír í Álfatúninu sem var svo bara rutt í burtu þegar fjölskyldan þurfti að snæða á kvöldin. Núna er ég að vonast til þess að borðstofuborðið verði alltaf hreint og snyrtilegt. Ef Hjörtur skilur eftir sig pappíra, penna og fleira lauslegt úti um allt (sem kemur "örsjaldan" fyrir) er minnsta mál að skutla þeim á skrifborðið hans, sem er eiginlega í hvarfi. Jette bra! Sjáiði hvað Hjörtur er glaður:

 IMG_7634

Það á aðeins eftir að laga til á skrifstofunni, eins og sést á pappakössunum, en það kemur með kalda vatninu.

Hér sést svo í stássstofuna, sem er ekki stór, en gerir sitt gagn. Til hægri er skrifstofan hans Hjartar.

 IMG_7635

Þessi mynd er tekin úr sófanum. Þaðan sést í fína þilið (sem fær að fara síðar) frammi á gangi, hluta af innréttingunni úr þvottahúsinu (sem bíður eftir að komast inn í nýmálað herbergið) og þaðan inn í eldhús.

 IMG_7636

Þetta eru orðnar svo margar myndir að ég held að ég komi með næsta skammt á morgun eða hinn. Kannski ekki merkilegar myndir, en örugglega áhugaverðar fyrir Lúllu syz og Svölu frænkz sem ekki eiga heimangengt enn sem komið er. Líka góðar heimildir fyrir okkur Daltúnana. Ég dauðsé eiginlega eftir því að hafa ekki tekið "fyrir" myndir.

Wello...jólin koma eftir tæpa viku og allir ánægðir með það. Síðasta skyldumæting í vinnuna á morgun, en svo dútlar maður við kennsluáætlanir, verkefnasmíði og fleira skemmtilegt á kvöldin þegar börnin sofa þannig að allt verði klappað og klárt 4. janúar. 30. desember koma Harpa og Rasmus með litla Jakob Ara og ætla að vera hjá okkur í heilan mánuð! Það verður sko gaman.

En ég segi bara bless í bili og lofa að henda inn fleiri myndum fyrir jól.

Luv

Jólrún Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband