Að fanga aðfangadag

Ekki seinna vænna að segja í nokkrum orðum frá aðfangadag þegar áramótin eru alveg við það að detta í hús. Þessi mynd er reyndar tekin daginn fyrir Þorláksmessu:

IMG_7667

Eins og sést fór tréið sem Hjörtur og börnin höfðu mikið fyrir að höggva í Heiðmörk alveg í klessu við flutningana og þurfti að líma bútana saman aftur. En það tókst og tréið sómdi sér vel í stofunni, eins og það hefði alltaf átt heima þar:

IMG_7676

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo kom afslappaður aðfangadagur, svo afslappaður að ég man eiginlega ekki hvað við gerðum. Jú jú...við stelpurnar fórum í smá jólagjafalabbitúr og heilsuðum meðal annars upp á gamla nágranna í Álfatúni og þökkuðum fyrir góðu árin átta. Við ætluðum líka að kaupa brauð handa öndunum en einni stúlkunni varð brátt í brók og batt enda á þau plön. Við bættum úr þvi á annan í jólum og endurnar á pollinum niðri í Fossvogsdal voru mjög þakklátar, enda sársvangar.

Eftir að búið var að klæða sig upp fyrir hátíðina var komið að myndatökum fyrir framan jólatréð. Hér er ein af Björgu Steinunni: 

IMG_7690

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mamman reyndi að lúkka jafn vel og táningurinn en hræðsla við linsuna leiddi til mikils fíflagangs. Hér var ætlunin að sýna vöðvana, en það er ekki mikið að sjá: 

IMG_7719

Lúlla systir hvað? Hvað? Og já jú já já. Alltaf sami jólakjóllinn. Jólakettinum ögrað jól eftir jól af Jólrúnu.

Sigrún er jafn flink og mamma hennar þegar myndatökur eru annars vegar og fjölmargar myndir af henni of Kristrúnu uppstilltum með sparisvipinn fóru í virðisaukaskattinn (vaskinn). Læt þessa frekar fyrir almenningssjónir því að hún endurspeglar systrakærleik, sem blossar upp reglulega:

IMG_7764

Kristrún litla afslöppuð að bíða eftir jólunum og Sigrún álíka róleg og yfirveguð.

Ég gerði misheppnaða tilraun til þess að stilla grísunum 3 upp saman en síminn hringdi um leið og Björg Steinunn var sest: 

IMG_7763

"Uuu...síminn er að hringja..verð að fara!" Sigrún hefur gaman af og Kristrún ullar út í bláinn.

Geifluþeimað hélt áfram hjá Kristrúnu eina mínútu í jól, þegar allir sátu spenntir og biðu eftir að kirkjuklukkurnar færu að hringja í útvarpinu. Það er besta móment jólanna fyrir mér, hinn sanni jóla- og hátíðarandi.

IMG_7769

Helga Rún mætt á staðinn, búin að temja makkann mikla, sem tók bara sex klukkustundir. Vinnan var þess virði! Kristrún með óborganlega skúffu, Magnús style (biiiilað).

Hér eru faðirinn og frumburðurinn í eldhúsinu, við það að bera fram hátíðarkjúkling og með því.

IMG_7783

 

Kisi krútt gerði húsmóðurinni lífið leitt með því að fara út á Þorláksmessumorgun og koma svo ekkert heim. Hálftíma eftir að klukkurnar hringdu inn jólin og allir voru á kafi í að úða í sig kræsingunum mætti Jackson á staðinn, svangur og sætur. Ég felldi auðvitað gleðitár og þakkaði Guði og Allah fyrir jólagjöfina.

IMG_7794

Sæti jólakisinn okkar. Auðvitað fékk hann alls kyns góðgæti úr jólasokknum sínum, frá Kertasníki og félögum.

Mandlan var á sínum stað í jólaísnum og í ár vann Sigrún Björk möndluverðlaunin. Hér er hún sátt með gjöfina:

IMG_7795

Í pakkanum leyndist spilið Fimbulfamb, sem er alveg ótrúlega skemmtilegt. Við bíðum með að spila það þangað til Harpa mætir á staðinn.,

Jóladagur var yndislegur en aðeins of planaður fyrir manneskju sem er vön að liggja á meltunni og lesa jólabækur á þessum degi. Hangikjetið hjá pabba klikkar þó aldrei og að venju át ég gjörsamlega yfir mig. Við fórum svo beint þaðan í jólaboð hjá fjölskyldu Hjartar, hvar ég dansaði í kringum jólatré og börnin fengu gjafir frá ótrúlega gjafmildum og góðum jólasveini. Ég var svo södd eftir fyrra boðið að ég kom varla niður bita (eins og ávallt) sem mér fannst mikil synd því að borðin svignuðu undan kræsingunum.

Annan í jólum nýtti ég aðallega í að klára að lesa "Ósjálfrátt" eftir Auði Jónsdóttur og hafði mikið gaman af. Herregud hvað ég kannaðist við margt, eins og "Valda Popp" sem söng sinn óð til fjallanna og "Breiðafjarðarillskuna." Mjög persónuleg bók (hvílíkt hugrekki!) og ótrúlega vel skrifuð.

Annað kvöld kemur litla krúttið frá Svíþjóð og ég var því að dunda mér áðan við að búa um og færa Kristrúnu inn til Sigrúnar. Þær ákváðu að sofa saman í kvöld og taka þannig létta æfingu fyrir samsvefninn næsta mánuðinn. Þær eru dottnar úr æfingu og ég þurfti að sussa á þær þrisvar áður en þær gátu sýnt einbeittan svefnvilja. Þær fóru seint að sofa í gær af því að Erna og Óli Bjössa bró börn voru í pössun, en allir sváfu vel út. Gott að æfa sig að vaka fyrir gamlárskvöldið!

En þetta voru sem sagt ljómandi fín jól og ég vil nota tækifærið og þakka fyrir allar fínu jólagjafirnar og jólakortin mér og mínum til handa.

Blogga á næsta ári...

Jólrún Jólafs Wink 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir! Gleðileg jól og hafið það sem best :)

Elísa (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 23:05

2 identicon

Takk sömuleiðis Elísa mín :)

Sóla (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 22:41

3 identicon

Gleðilegt ár fjölskylda! jóladagssveinkinn verður glaður að heyra að hann hafi staðið sig í stykkinu :)

Aldís Hjartarfrænka (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband